Óvenju margar olíublautar pysjur

- starfsfólk Sæheima vantar aðstoð!

21.September'18 | 06:33
oliubl_pysja_18

Fyrir og eftir hreinsun. Ljósmyndir/Sæheimar

Pysjunum fækkar nú dag frá degi og aðeins var komið með 72 pysjur í pysjueftirlitið í gær. Greinilegt að nú líður að lokum pysjutímans og ekki eru margir dagar í að síðasta pysjan komi á vigtina í eftirlitinu. 

Heildarfjöldinn er þó kominn upp í 5507 pysjur, sem er það mesta frá upphafi eftirlitsins.

Bráðvantar handklæði

Á safninu dvelja um þessar mundir óvenju margar olíublautar pysjur. Starfsfólk Sæheima bráðvantar handklæði til þess að hafa undir þeim, þegar þær eru búnar í hreinsun, en þær drita svo mikið að ekki hefst undan við að þvo öll þau handklæði sem starfsfólkið var búið var að byrgja sig upp af. 

Ef þið lumið á handklæðum eða gömlum rúmfötum megið þið endilega hafa Sæheima og pysjurnar í huga.

Tags

Sæheimar

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is