Tryggvi Már Sæmundsson skrifar:

Hlutverk fjölmiðla

21.September'18 | 09:33
malarvoll

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/TMS

Friðrik Páll Arngrímsson, slökkviliðsstjóri fór yfir í löngu máli í gær hvað honum finnst um staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar. Í máli hans kom fram að honum þótti þær myndir sem Vestmannaeyjabær hafði látið vinna til að kjörnir fulltrúar áttuðu sig betur á hvernig húsið félli að umhverfinu, ekki nógu góðar. 

Hann sagði orðrétt í sínum pistli:

„Ég skal líka vera fyrstur til að samþykkja það að þær teikningar sem í framhaldinu fóru í loftið http://eyjar.net/…/hugmyndir-ad-nyrri-slokkvistod-vid-long…/ eru mjög villandi fyrir þá sem ekki kunna að lesa rétt út úr þeim og gefa á engan hátt rétta mynd af því húsnæði sem hugmyndin er að þarna rísi, en þarna er um að ræða svokallaða massa teikningu sem einungis sýnir gróflega húsnæðið og skuggamyndun af því í umhverfinu. Það er því algjörlega fráleitt að halda það að svona verði endanlegt útlit hússins þ.e. stór, ljótur, grár kassi. Einfaldast og eðlilegast hefði verið að biðja um nánari útskýringar og eða betri teikningar til að átta sig betur á umfangi og útliti.”

Nú er það svo að þegar mál eru til umfjöllunar hjá bæjaryfirvöldum kalla fjölmiðlar oftar en ekki eftir öllum þeim gögnum sem hægt er að fá. Þau gögn eru svo oftar en ekki birt, svo að bæjarbúar geti áttað sig á hvaða breytingar eru í bígerð. Fjölmiðlar sem slíkir fara að öllu jöfnu ekki fram með þær kröfur að gögnin séu ekki nægjanlega vel unnin og bíða jafnvel með birtingu á þeim fram yfir ákvarðanatöku fagráða eða bæjarstjórnar. Ef svo væri væru fjölmiðlar ekki að sinna skyldu sinni að upplýsa fólk um mál sem snerta þau beint eða óbeint á viðræðustigi.

Það sem undirritaður saknaði í pistli slökkviliðsstjórans, var að hann kynnti nýjar teikningar. Að hann kæmi fram með það sem hann gagnrýndi fjölmiðilinn fyrir. Ekki er undirritaður að taka neina afstöðu um hvar umrædd stöð skuli rísa, heldur að benda á það mikilvægi að fjölmiðlar séu á tánum er kemur að málum sem snúa að bænum okkar og bæjarbúum. 

 

Tryggvi Már Sæmundsson

Ritstjóri Eyjar.net

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%