VÍS lokar útibúi sínu í Eyjum

20.September'18 | 13:04
vis_eyjum

VÍS hefur verið með starfstöð í Baldurshaga. Hún lokar um næstu mánaðarmót. Ljósmynd/TMS

Tryggingafélagið VÍS mun um næstu mánaðarmót loka útibúi sínu hér í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu frá VÍS segir að félagið hafi í samræmi við nýja framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki ákveðið að endurskipuleggja þjónustu sína.

Þá segir í tilkynningunni að þjón­ustu­skrif­stof­ur VÍS víðs veg­ar um landið verði sam­einaðar í sex öfl­ug­ar þjón­ustu­skrif­stof­ur á Sel­fossi, Eg­ils­stöðum, Ak­ur­eyri, Sauðár­króki, Ísaf­irði og Reykja­vík. 

Egill Arnar Arngrímsson, er þjónustustjóri VÍS í Eyjum. Hann staðfesti við Eyjar.net að skrifstofu VÍS í Vestmannaeyjum verði lokað um næstu mánaðarmót.

„Viðskiptavinir VÍS munu því þurfa að leita til skrifstofunnar á Selfossi og í Reykjavík til að fá úrlausnir sinna mála.” segir Egill Arnar en hann lætur af störfum hjá VÍS í lok næstu viku eftir um 14 ára starf fyrir tryggingafélagið.

Tags

VÍS

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.