Þingmenn Suðurlands:

Vilja þyrlupall á Heimaey

20.September'18 | 20:08
thyrla_des_17

Þyrla Gæslunnar á akveginum við hamarinn. Ljósmynd/TMS

Fimm þingmenn Suðurkjördæmis lögðu í dag fram þingsályktunartillögu þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verði falið að gera ráðstafnir til að Isavia geti hannað og staðsett þyrlupall á Heimaey. 

Dæmi eru um að sjúkraflugvélar hafi ekki átt kost á að lenda í Eyjum vegna veðurs. Þyrlupallur sé nauðsynlegur til að auka öryggi sjúkra- og neyðarflugs til Vestmannaeyja.

Í greinagerðinni kemur fram að í Vestmananeyjum búi fólk við áhættusækið atvinnulíf og skerta sjúkrahúsþjónustu. Sjúkraflug sé því mikilvægur örygisventill sem alls ekki megi bregðast þegar neyðarástand skapist í Eyjum. Fyrirséð sé að þyrla verði áfram mikilvægt öryggistæki fyrir sjúkraflug frá Eyjum þegar flugvöllurinn er lokaður, Herjólfur ekki í siglingu og Landeyjahöfn jafnvel lokuð. Ruv.is greinir frá.

Þá segir að dæmi séu um að sjúkraflugvél sem lögð sé af stað til Eyja eigi ekki möguleika á að lenda vegna veðurs. Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafi farið tugi ferða á undanförnum árum í sjúkraflug til Vestmannaeyja þegar engin önnur leið er fær. 

Sjá einnig: Leggja til að þegar verði byggður þyrlupallur á láglendi Heimaeyjar

 „Þar getur verið mjög misvindasamt, skýjahæð undir 500 fetum og oft krefjandi aðstæður sem sjúkraflugvél ræður ekki við. Við þær aðstæður þarf að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja sjúka eða slasaða til Eyja. Þyrlur Gæslunnar hafa oft farið við afar erfiðar aðstæður til Eyja og oft er flugvöllurinn lokaður fyrir allri umferð og þarf þyrlan í slíkum neyðarflugum að notast við Hamarsveg, vestan Dverghamars, sem lendingarstað. Ekkert merkt svæði eða lendingarpallur er í Vestmannaeyjum í slíkum tilfellum og mikilvægt að auka öryggi íbúanna með byggingu þyrlupalls, “ segir í greinagerðinni.

Mikilvægt sé að búa þannig að þyrluflugi að besta mögulega aðstaða verði gerð sem fyrst og nýtist þegar flugvöllurinn í Eyjum lokast vegna veðurs, sem iðulega gerist fyrirvaralítið í Eyjum.

Þingmennirnir sem leggja tillöguna fram eru Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason, Smári McCarthy, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Páll Magnússon. 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.