Óvissa með baðlónin í nýja hrauninu

- ekki kveðið á um skýra verkaskiptingu milli Vestmannaeyjabæjar og Íslenskra heilsulinda í samningnum

20.September'18 | 08:31
lon_1

Tölvugerð mynd af því hvernig baðlónið gæti litið út. Mynd/aðsend

Samkomulag um samstarf um framkvæmd fýsileikakönnunar að því er varðar gerð baðlóns heilsulindar, sjósundsaðstöðu og tengdra mannvirkja í Vestmannaeyjum var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í lok maí mánaðar. Síðan þá hefur engar fréttir borist af verkefninu. 

Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að síðan skrifað var undir samkomulag milli Vestmannaeyjabæjar og Íslenskra heilsulinda ehf., um samstarf um framkvæmd fýsileikakönnunar að því er varðar gerð baðlóns, heilsulindar, sjósundsaðstöðu og tengdra mannvirkja í Vestmannaeyjum þann 24. maí síðastliðinn, hafa bæjarskrifstofurnar sett sig í samband við Íslenskar heilsulindir ehf., til þess að ræða efni samningsins og framhaldið.

„Þess ber þó að geta að aðeins tveimur dögum eftir að samningurinn var gerður voru haldnar sveitarstjórnarkosningar og í kjölfar þess fóru fram bæjarstjóraskipti. Svo virðist sem málinu hafi ekki verið komið í ákveðinn farveg hjá bænum eftir afgreiðslu úr bæjarráði í lok maí og ekki kveðið á um skýra verkaskiptingu milli Vestmannaeyjabæjar og Íslenskra heilsulinda í samningnum. Næsta skref er því meta hvernig framhaldinu skuli háttað.” segir Angantýr.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.