Guðbjartur Ellert ráðinn framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.

18.September'18 | 16:15
nyr_herj_2017_cr_sa_cr

Tölvugerð mynd af nýjum Herjólfi. Mynd/Crist S.A

Á fundi stjórnar Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. í gær, þann 17. september sl., var það einróma niðurstaða stjórnar félagsins að ráða í starf framkvæmdastjóra, Guðbjart Ellert Jónsson.

Guðbjartur Ellert Jónsson er fæddur á Akureyri árið 1963, og ólst þar upp.  Guðbjartur er giftur Önnu Láru Finnsdóttir og eiga þau þrjú uppkomin börn. Guðbjartur lauk BS námi í viðskiptafræði frá University of South Carolina í Bandaríkjunum árið 1990.  Guðbjartur lagði svo stund á meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands árið 2004.

Guðbjartur hefur verið búsettur á Húsavík undanfarin ár. Þar gegndi hann m.a. stöðu framkvæmdastjóra Norðursiglingar hf., sem er leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu þ.e. hvalaskoðun, ofl., um nokkurra ára skeið. Áður en til þess kom starfaði Guðbjartur sem fjármálastjóri og staðgengill bæjarstjóra Norðurþings í tæpan áratug. Frá áramótum 2017-2018 hefur Guðbjartur starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi.

Guðbjartur hefur setið í fjölmörgum stjórnum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka m.a. má nefna:

Formaður stjórnar Sjóbaðanna á Húsavík, formaður stjórnar Northsailing Norway AS., formaður stjórnar Hvalasafnisins á Húsavík, formaður endurskoðunarnefndar Lífeyrirssjóðs starfsmanna Húsavíkurbæjar, stjórnarmaður í Dvalarheimili aldraðara sf. á Húsavík.

Guðbjartur hefur enn fremur sinnt félagsmálum og var til að mynda formaður knattspyrnudeildar Fram 2004 til 2006 og síðar formaður knattspyrnudeildar Völsungs á Húsavík 2006 til 2007.

Ráð er fyrir því gert að Guðbjartur hefji störf hjá félaginu frá og með næstu mánaðamótum og enn fremur að hann muni flytja til Vestmannaeyja með sinni fjölskyldu við fyrsta tækifæri.

Ráðningarfyrirtækið Capacent sá um ráðningarferlið og samskipti við umsækjendur. Starfið var auglýst laust til umsóknar þann 27. júlí sl. og lauk umsóknarfresti þann 10 ágúst sl. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Lúðvík Bergvinsson, stjórnarformaður Herjólfs ohf. skrifar undir.

Tags

Herjólfur

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).