Jókervinningur til Eyja

15.September'18 | 19:37

Heppinn Lottóspilari var einn með allar tölurnar réttar að þessu sinni og fær hann rúmlega 51 milljón króna í sinn hlut, en potturinn var fimmfaldur. Vinningsmiðinn var keyptur á lotto.is. 

Einn hlaut bónusvinninginn sem var 626.870 kr. en miðinn góði var keyptur í Skalla, Hraunbæ 102 í Reykjavík. Tveir áskrifendur voru með allar Jókertölurnar fimm í réttri röð og fær hvor þeirra 2 milljónir í vinning.

Sjö voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Tvistinum, Vestmannaeyjum, N1 í Keflavík, Olís í Stykkishólmi, N1, Hafnarstræti 21 á Ísafirði, Olís v/Gullinbrú, Reykjavík, Hagkaupum á Akureyri og á lotto.is.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.