Turnfálki í aðhlynningu í Sæheimum

14.September'18 | 22:10
turnfalki_og_orn_saeh_2

Turnfálkinn í hendi Arnar Hilmissonar, starfsmanns Sæheima. Ljósmynd/Sæheimar

Kap VE fékk turnfálka um borð í Síldarsmugunni nú nýverið og var hann hvíldinni feginn enda dauðuppgefinn er hann lenti um borð. 

Jón Atli og peyjarnir dekruðu vel við fálkann og gáfu honum dýryndis hamborgara að borða og leit hann mjög vel út við komuna í Sæheima og verður honum sleppt fljótlega, segir í færslu á facebook-síðu Sæheima. 

Styttist óðfluga í að pysjumetið falli 

„319 pysjur í dag, nú styttist óðfluga í að við setjum nýtt met og vantar aðeins 301 pysju til að toppa það gamla sem sett var í fyrra, þá var komið með 4814 pysjur. Miðað við gangin síðustu níu daga ættum við að slá metið á morgun en í dag var níundi dagurinn í röð sem komið var með yfir 300 pysjur. Pysjurnar eru nú orðnar samtals 4514.” 

Pysjueftirlitið verður opið frá 13-18 um helgina líkt og aðra daga en ef þið komist ekki á þeim tíma er hægt að vigta pysjurnar í Sæheimum frá klukkan 10-13. Eftirlitið tekur einnig við tölum ef fólk vill frekar vigta heima.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is