Krefst átta milljóna í bætur

13.September'18 | 19:16
heradsdomur_sudurlands

Málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í dag.

Kona sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í Vestmannaeyjum þann 17. september 2016 krefst átta milljóna króna í miskabætur auk vaxta frá manninum sem ákærður er fyrir árásina. Ákæra gegn manninum, sem er 25 ára gamall, var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í dag.

Maðurinn er grunaður um að hafa kýlt konuna í andlitið við skemmtistaðinn Lundann þannig að hún fell við, segir í frétt Ríkisútvarpsins.

Skömmu eftir það atvik hafi maðurinn veist á konuna með ítrekuðum höggum og spörkum I andlit og búk og klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem hún lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni. Í ákæru kemur fram að konan hafi hlotið áverka í andliti og aftan á hnakka og sár víðar á líkamanum og ofkælingu.

Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir brot á 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga, þar sem kveðið er á um allt að sextán ára fangelsi við líkamsárás. Hann er líka ákærður fyrir blygðunarsemisbrot og að hafa komið konunni í það ástand að hún var án bjargar og yfirgefa hana í því ástandi. Við því liggur allt að átta ára fangelsi.

Árásin vakti mikinn óhug þegar málið kom fyrst upp. Konan hafði verið skilin eftir nakin og mjög illa leikin í húsgarði. Hún var meðvitundarlítil þegar hún fannst og svo köld að lögregla taldi að hefði hún ekki fengið aðstoð hefði hún getað látist. Hún var svo bólgin í andliti að hún gat ekki opnað augun. Hún var flutt með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi. Fyrst þegar málið kom upp greindu fjölmiðlar frá því að maðurinn hefði verið grunaður um nauðgun. Hann er hins vegar ekki ákærður fyrir það, segir enn fremur í frétt Ríkisútvarpsins.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.