Öryggismönnun nýs Herjólfs enn óljós

12.September'18 | 08:43
20180829_101618

Búist er við að nýr Herjólfur komi hingað til lands á næsta ári. Ljósmyndir/Grímur Gíslason

Á síðasta fundi bæjarráðs voru lagðir fram punktar um stöðu verkefna hjá Herjólfi ohf. Eyjar.net spurði Lúðvík Bergvinsson nánar útí tvö af málunum sem nefnd voru í vinnslu hjá stjórn Herjólfs ohf. 

Annars vegar er það staðan á öryggismönnuninni og hins vegar staðan á ráðningu framkvæmdastjóra. Þá birtir Eyjar.net fyrstu fundargerðir stjórnarinnar auk þess má sjá fleiri myndir af nýsmíðinni, sem teknar voru í lok ágúst af Grími Gíslasyni, stjórnarmanni Herjólfs ohf. 

Vonast til að niðurstaða Capacent liggi fyrir innan 10 – 14 daga

„Capacent heldur utan um ráðningarferlið. Við vonumst til þess að a.m.k. innan 10 – 14 daga liggi fyrir niðurstaða þess ferils þannig að stjórnin geti tekið endanlega ákvörðun.” segir Lúðvík en á fundi bæjarráðs kom fram að vonast væri eftir að ráðning gæti klárast í þessari viku.  

„Varðandi öryggismönnun skipsins eru ekki komnar skýrar niðurstöður frá Samgöngustofu, en eins og gefur að skilja að þá mun niðurstaða stofnunarinnar varðandi þann þátt líklega taka mið af þeim farþegafjölda sem heimilt er að flytja með skipinu á hverjum tíma. Það er því ekkert meira að segja um þetta á þessu stigi, sem hægt er að staðfesta, en formlegrar niðurstöðu er þó að vænta fljótlega, það ég best veit.” segir stjórnarformaðurinn.

Fundargerðir yfirstrikaðar að hluta þar sem þar er að finna upplýsingar sem teljast vera vinnugögn

Eyjar.net hefur nú fengið fyrstu fundargerðir stjórnar Herjólfs ohf sendar og birtir þær hér. Athygli vekur þó að töluvert af texta í fundargerðunum er yfirstrikaður. Eftirfarandi skýringartexti fylgdi með til fjölmiðilsins:

Með fylgja umbeðnar fundargerðir en búið er að yfirstrika þær að hluta á þeim grundvelli að þar er að finna upplýsingar sem teljast vera vinnugögn, sbr. 6. og 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, upplýsingar varðandi umsóknir um starf, sbr. 1. mgr. 7. gr. sömu laga, og að þar er einnig að finna upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynt fari, sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Gætt hefur verið að því að reyna að birta sem allra mest úr fundargerðunum en að á sama tíma hafi þurft að gæta að því að vinna við verkefnið skaðist ekki og ekki síður að gæta sem best að réttindum þriðju aðila varðandi persónuvernd og annað slíkt.

Tags

Herjólfur

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.