Umhverfis- og skipulagsráð:

Breyta skipulagi fyrir raðhús

11.September'18 | 08:45
ashamar_loftmynd_litil

Umrætt svæði á miðju myndarinnar. Skjáskot/map.is

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær var tekið fyrir að nýju frestað erindi þar sem Júlíus Hallgrímsson óskar eftir lóðum sunnan við Áshamar 1 þar sem fyrirhugað er að byggja tvö 6-íbúða raðhús. 

Fram kemur í bókun ráðsins að búið sé að skipa starfshóp um framtíðarskipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð. Í honum eru Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Dóra Björk Gunnarsdóttir og Páll Scheving ásamt framkvæmdastjóra og skipulagsfulltrúa. Hópurinn hefur hafið störf.
 
Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við skipulagslýsingu í samræmi við skipulagslög. Undir þetta rita meirihluti ráðsins.

 

Fordæmisgefandi fyrir aðra sem hafa verið í sömu stöðu

Margrét Rós Ingólfsdóttir, annar tveggja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu gerði grein fyrir atkvæði sínu og bókaði:

Undirrituð var formaður Umhverfis- og skipulagsráðs á fundum nr. 281 og 284 (sem haldnir voru í vor sl.) þar sem umrætt mál var tekið fyrir og voru þá allir nefndarmenn D-lista og E-lista hlynntir því að halda sig við gildandi skipulag á svæðinu. Fékk fyrirspyrjandi þau svör að beiðnin samræmdist ekki því skipulagi sem í gildi er á svæðinu. Nú hefur meirihlutinn lýst því yfir að vera tilbúinn til þess að breyta skipulaginu til þess að verða að óskum fyrirspyrjanda. Slíkt getur ekki annað en verið fordæmisgefandi fyrir aðra sem hafa verið í sömu stöðu og fengið synjanir á grundvelli þeirra skipulaga sem eru í gildi hér í sveitarfélaginu. Þá finnst mér mikilvægt að hafa í huga að umrædd lóð er í raun eina fjölbýlishúsalóðin sem eftir er á skipulagi í Vestmannaeyjum. Undirrituð er því ekki hlynnt þeim breytingum á skipulagi sem óskað er eftir.

Meirihlutinn undrandi 

Við lýsum undrun yfir að fulltrúi D-lista vilji halda sig við eldra skipulag og hafa svæðið óbreytt í stað þess að leyfa byggingu raðhúsa, segir í bókun sem Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Stefán Óskar Jónasson og Jónatan Guðni Jónsson skrifa undir.

 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.