Herjólfur - farþegafjöldi:

Ágústmánuður var góður

- rúmlega 76 þúsund farþegar ferðuðust með Herjólfi í ágústmánuði

10.September'18 | 12:59
IMG_3475

Herjólfur flutti yfir 76 þúsund farþega í síðasta mánuði. Ljósmynd/TMS

„Ágúst var góður mánuður m.t.t. flutninga milli lands og Eyja.” segir Gunnlaugur Grettisson, forstöðumaður ferjusiglinga hjá Eimskip, aðspurður um farþegaflutninga Herjólfs í stærsta mánuði ársins.

„Þjóðhátíðarfarþegar voru svo til allir í mánuðinum eins og í fyrra og því eru mánuðirnir prýðilega samanburðarhæfir þ.e. ágúst 2017 vs 2018. Síðasta dag mánaðarins voru sigldar tvær ferðir til Þorlákshafnar og ein ferð þar utan en í ágúst í fyrra var farinn ein ferð til Þorlákshafnar. Siglingar til Þorlákshafnar hafa töluverð neikvæð áhrif á fjölda farþega.” segir Gunnlaugur.

Hann segir þjóðhátíðarvikuna hafa gengið mjög vel. „Það eru allir sem að þessu stóra verkefni koma hjá okkur hjá Eimskip og aukafólk s.s. öryggisverðir og björgunarsveitafólk með áralanga mikla í þessum verkefni og rétt að nota tækifærið og hrósa öllum sem að þessu kom. Samstarfið við ÍBV og þjóðhátíðarnefnd er virkilega gott og mikil fagmennska og metnaður þar á bæ.

Það er einnig rétt að minna á að núna gengur haustið og veturinn í garð með ástandi sem við hér í Eyjum þekkjum því miður alltof vel en við það verður ekki ráðið. Við viljum minna okkar góðu ferþega og flutningsaðila á að fylgjast vel með fréttum á vefsíðu okkar saeferdir.is og á facebook síðu ferjunnar.” segir Gunnlaugur Grettisson.

 

Sjá mánuðinn á undan: Rétt um 68 þúsund farþegar í júlí

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).