Herjólfur - farþegafjöldi:

Ágústmánuður var góður

- rúmlega 76 þúsund farþegar ferðuðust með Herjólfi í ágústmánuði

10.September'18 | 12:59
IMG_3475

Herjólfur flutti yfir 76 þúsund farþega í síðasta mánuði. Ljósmynd/TMS

„Ágúst var góður mánuður m.t.t. flutninga milli lands og Eyja.” segir Gunnlaugur Grettisson, forstöðumaður ferjusiglinga hjá Eimskip, aðspurður um farþegaflutninga Herjólfs í stærsta mánuði ársins.

„Þjóðhátíðarfarþegar voru svo til allir í mánuðinum eins og í fyrra og því eru mánuðirnir prýðilega samanburðarhæfir þ.e. ágúst 2017 vs 2018. Síðasta dag mánaðarins voru sigldar tvær ferðir til Þorlákshafnar og ein ferð þar utan en í ágúst í fyrra var farinn ein ferð til Þorlákshafnar. Siglingar til Þorlákshafnar hafa töluverð neikvæð áhrif á fjölda farþega.” segir Gunnlaugur.

Hann segir þjóðhátíðarvikuna hafa gengið mjög vel. „Það eru allir sem að þessu stóra verkefni koma hjá okkur hjá Eimskip og aukafólk s.s. öryggisverðir og björgunarsveitafólk með áralanga mikla í þessum verkefni og rétt að nota tækifærið og hrósa öllum sem að þessu kom. Samstarfið við ÍBV og þjóðhátíðarnefnd er virkilega gott og mikil fagmennska og metnaður þar á bæ.

Það er einnig rétt að minna á að núna gengur haustið og veturinn í garð með ástandi sem við hér í Eyjum þekkjum því miður alltof vel en við það verður ekki ráðið. Við viljum minna okkar góðu ferþega og flutningsaðila á að fylgjast vel með fréttum á vefsíðu okkar saeferdir.is og á facebook síðu ferjunnar.” segir Gunnlaugur Grettisson.

 

Sjá mánuðinn á undan: Rétt um 68 þúsund farþegar í júlí

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%