Pysjuævintýrið í hámarki

Pysjurnar seinna á ferð í ár miðað við metárið í fyrra

8.September'18 | 09:51
Saeheimar_260615

Margrét Lilja býr sig hér undir að sleppa lunda. Myndir/Sæheimar

Á fimmtudaginn síðastliðinn féll heimsmetið í skráningu lundapysja hjá pysjueftirlitinu. Þá komu bæjarbúar og gestir með 472 pysjur til skráningar. Eyjar.net ræddi við Margréti Lilju Magnúsdóttur, safnstjóra Sæheima um pysjuna og eftirlitið sem hún stýrir.

Ljóst er að pysjan er seinna á ferðinni í ár miðað við árið í fyrra. Til samanburðar má sjá að á þessum degi í fyrra, 8. september var heildarfjöldi pysja kominn í 3026. Í lok dags í gær voru hins vegar komnar á vigtina í Sæheimum alls 1789. Gærdagurinn var góður en þá bættust 397 pysjur við.

Met ár í fyrra

Margrét Lilja segir að í fyrra hafi komið 4814 pysjur í pysjueftirlitið og er það mesti fjöldi pyjsa síðan eftirlitið hófst árið 2003. Þær voru ekki aðeins fleiri en áður, heldur voru líka nokkuð fyrr á ferðinni en árin á undan. „Við lentum eiginlega í smá vandræðum í fyrra því að það var ennþá fjöldi ferðamanna að heimsækja safnið á sama tíma og pysjufjörið var í hámarki. Það má því segja að safnið hafi alveg sprungið.”

Hún segir að þess vegna hafi verið ákveðið að koma pysjueftirlitinu á annað húsnæði, þannig að hægt væri að sinna bæði pysjueftirlitinu og ferðamönnunum.

„Pysjueftirlitið er núna til húsa í „Hvíta húsinu“ á Strandvegi 50. Gengið er inn frá portinu fyrir aftan húsið. Þar er opnunartíminn frá kl. 13-18 alla daga meðan pysjurnar eru enn að fljúga í bæinn. En milli kl.10 og 13 er tekið á móti pysjum í Sæheimum. Það gengur allt miklu betur fyrir sig á nýja staðnum og erum mjög þakklát Visku og Vestmannaeyjabæ fyrir að lána okkur húsnæðið.”

Ástandið í holunum er svipað og í fyrra

„Erpur hjá Náttúrustofu Suðurlands hefur verið að skoða lundavarpið og segir hann að við megum eiga von á álíka mörgum pysjum og í fyrra, þar sem ástandið í holunum er svipað. Þær virðast samt vera um viku seinna á ferðinni. Í fyrra var stærsti dagurinn 2. september (444 pysjur), en fimmtudagurinn var ennþá stærri (472 pysjur) og við gætum þess vegna fengið ennþá fleiri um helgina. Við spáum því a.m.k. að þessi helgi verði aldeilis frábær pysjuhelgi.” segir Margrét Lilja.

Hún segir að þau taki myndir af krökkunum sem koma með pysjur til þeirra og síðan verður ljósmyndasýning í Sæheimum í byrjun nóvember eins og verið hefur síðastliðin tvö haust.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.