Tilkynning frá Mílu:

Um fjarskiptatengingar í Vestmannaeyjum

7.September'18 | 17:11
mila_lit

Frá lagningu ljósnets Mílu. Mynd/TMS

Frá 2007 hefur Míla nær eingöngu tengt heimili í nýjum hverfum með ljósleiðara meðan Ljósnet er í boði í öllum eldri hverfum. Þetta á við um alla þéttbýlisstaði á landinu.

Í dag hafa svo til öll heimili í Vestmannaeyjum aðgang að Ljósneti Mílu (VDSL2) en það eru algengustu tengingar sem eru notaðar í Evrópu í dag. Þar eru þessar tengingar gjarnan nefndar Fiber tengingar. Ljósnet er hagkvæmasta og fljótlegasta leiðin til að veita háhraðanetstengingar til sem flestra og er það orðið aðgengilegt til um 99% heimila í þéttbýli á landinu. Með ljósnetinu er að auki kominn ljósleiðari í nágrenni heimila sem auðveldar enn frekar lagningu ljósleiðara alla leið til heimila.

Ljósnet Mílu í Vestmannaeyjum getur skilað allt að 70Mb/s tengihraða sem fullnægir þörfum heimila í dag. Með útskiptingu á búnaði væri hægt að bjóða allt að 100Mb/s sem er einmitt sá hraði sem ESB stefnir á að öllum heimilum standi til boða árið 2025. Skýrsla EU frá 2017 sýnir að sjötta árið í röð er Ljósnet sú tækni í háhraðanetstengingum sem eykur mest útbreiðslu sína í álfunni og jafnframt sýnir skýrslan að staða Íslands í háhraðnetstengingum er mjög góð. 

Íslendingar eru kröfuharðir og Míla er þegar byrjuð á að leggja ljósleiðara inn síðasta spölinn sem á vantar til notenda. Míla hefur gefið það út að fyrirtækið ætli sér að tengja öll heimili í þéttbýli á landinu við Ljósleiðara Mílu á næstu árum. Þetta er stórt og mjög viðamikið verkefni sem er í fullum gangi en tekur tíma. Framgangur verkefnisins hefur verið góður og nú þegar eiga um 60 þúsund heimili á Íslandi kost á slíkri tengingu frá Mílu. Þau heimili eru flest á höfuðborgarsvæðinu en einnig á t.d. Sauðárkróki, Skagaströnd, Selfossi og Reykjanesbæ svo eitthvað sé nefnt. Einnig býður Míla þjónustu yfir ljósleiðarakerfi í eigu annarra fyrir utan ljósleiðara í eigu Gagnaveitu Reykjavíkur sem eitt slíkra fyrirtækja neitar að veita aðgang að sínum ljósleiðara.

Fyrir liggur að heimili í Vestmannaeyjum verða ljósleiðaratengd í þessu verkefni Mílu sem er í fullum gangi. Nú þegar stendur öllum fyrirtækjum auk nokkurra nýbygginga í Vestmannaeyjum til boða ljósleiðaratengingar frá Mílu. Þar til ljósleiðaratenging er komin til allra heimila og fyrirtækja mun Ljósnet Mílu uppfylla þarfir notenda í samræmi við alþjóðleg viðmið um gæði háhraðanetstenginga, segir í tilkynningu frá Mílu.

 

Þessu tengt: Hvetja fjarskiptafyrirtæki til að byggja upp ljósleiðaranet í Eyjum

Tags

Míla

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).