Fréttatilkynning:

Nýliðaæfing hjá Karlakór Vestmannaeyja á sunnudag

6.September'18 | 19:14

Félagar í Karlakór Vestmannaeyja hefja æfingar eftir sumarfrí með nýliðaæfingu á sunnudaginn kemur, 9. september kl. 14:00 og það í sal Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Nýjir meðlimir eru boðnir velkomnir af kórmeðlimum og stjórnanda.

Það er staðreynd að fjöldi manna í Vestmannaeyjum hafa haft hug á að ganga í kórinn en ekki látið verða af því. Eftirfarandi tvær mýtur eru algengar meðal þeirra sem langar að prófa en hafa sig ekki í það:
 
Þú telur þig ekki geta sungið. 
  • Það kann að vera rétt að það sé ekki einn af kostum þínum að syngja einn og óstuddur, en í kór geta allir sungið sem geta farið eftir einföldum leiðbeiningum, hlýtt stjórnanda og hlustað á það sem aðrir eru að gera í kring um þá. Í kórum í dag eru meðlimir sem þurftu mikla leiðsögn til að byrja með en náðu fljótt og örugglega að stilla sig inn á þá bylgjulengd sem kórsöngur er á og eru allir þeir í dag fanta góðir kórsöngvarar.
Þú telur þig ekki hafa tíma. 
  • Það getur vel passað og við rengjum það ekki, en um leið viljum við benda þér á að ein megin stoð kórsins eru sjómenn. Eins og gefur að skilja eru þeir ekki alltaf í landi þegar kórkallið kemur. Þeir láta það þó ekki stoppa sig í að vera með þegar þeir geta. Karlakórinn á ekki að vera kvöð heldur skemmtun. Þú kemur þegar þú getur. Vertu bara hreinskilin með hver tími þinn er ef hann er takmarkaður og allir eru sáttir.
Eftirfarandi liggur fyrir í dagskrá kórsins í vetur.
  • Æfingar á sunnudögum
  • Æfingaferð í Hlíðardalsskóla helgina 29. – 31. mars með góðum mat, yfirburða félagsskap og miklum söng.
  • Tónleikar á meginlandinu með fleiri karlakórum.
  • Minni tónleikar og framkomur
  • Vortónleikar fimmtudagskvöldið 16. maí.
  • Aðalfundur, matur og skemmtun föstudagskvöldið 17. maí.
  • Fleiri skemmtilegir viðburðir kynntir síðar.
Fyrir hönd Karlakórs Vestmannaeyja
Gísli Stefánsson

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.