Vegagerðin álítur að enn frekari seinkun geti orðið á nýrri ferju

5.September'18 | 15:27
ny_ferja

Nýja ferjan mun jafnvel ekki sigla milli lands og Eyja fyrr en á nýju ári.

Umræða var um samgöngumál á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í dag. Bæjarstjóri fór yfir fund sem hún átti með Vegagerðinni þann 28. ágúst sl., þar sem fram kom að frekari seinkun væri á nýsmíðinni. 

Áætluð afhending í Póllandi er 15. nóvember nk. Væri skipið þá væntanlegt til Vestmannaeyja um mánaðarmótin nóvember/desember, en Vegagerðin álítur að enn frekari seinkun gæti orðið. Samkvæmt Vegagerðinni er staðan á Landeyjahöfn góð varðandi dýpi og áætlað er að hefja dýpkun seinni partinn í september nk. 

Unnið að ráðningu framkvæmdastjóra

Þá voru lagðir fram punktar frá Grími Gíslasyni, sem sæti á í stjórn Herjólfs ohf. Var það að beiðni formanns bæjarráðs sem óskaði eftir yfirliti yfir stöðu mála hjá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. 

- Grímur Gíslason og Páll Guðmundsson stjórnarmenn voru á ferð í Póllandi í síðustu viku og gerðu sér ferð til Gdynia til að skoða nýsmíði Herjólfs. Er það þeirra mat að vel megi halda á spilunum ef að áætluð afhending 15. nóvember á að ganga eftir. Þeirra trú er að allt eins megi búast við frekari seinkunum og að jafnvel fari nýja ferjan ekki að sigla milli lands og Eyja fyrr en á nýju ári. 

- Unnið er að ráðningu framkvæmdastjóra og er sú vinna í ferli hjá Capacent. Stefnt er að því að framkvæmdastjóri verði ráðinn í næstu viku. 

- Fjöldi umsókna barst um aðrar stöður hjá fyrirtækinu og verður tekið til við að vinna úr þeim um leið og búið verður að ráða framkvæmdastjóra. 

- Verið er að vinna frumvinnu varðandi næstu skref við endurnýjun bókunarkerfis. 

- Gerð skírteina og vottorða er í vinnslu og miðar vel áfram. 

- Gott samstarf er við Vegagerðina varðandi eftirlit starfsmanna Vestmannaeyjaferjunni Herjólfs ohf. með smíðinni. 

- Fyrstu drög að öryggismönnun skipsins liggja fyrir og verður áfram unnið að því í samvinnu við Vegagerðina að ákveða mönnun á skipinu.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).