Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins:

Mótfallnir afnámi á vísitölutengingu leikskólagjalda

- telja að eðlilegra hefði verið að endurskoða gjaldskrárnar í heild sinni

5.September'18 | 08:23
baejarstj_fundur

Forseti bæjarstjórnar ræðir hér við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/TMS

Gjaldskrá leikskóla var til umræðu hjá bæjarstjórn Vestmannaeyja á fundi stjórnarinnar í síðustu viku. Ástæðan er að ákveðið var af nýjum meirihluta að afnema vísitölutengingu gjaldskrár leikskólana.

Mikilvægt er að hafa samfellu og sanngirni að leiðarljósi við gjaldtöku bæjarbúa

Í bókun bæjarfulltrúa D-lista um málið segir: 

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa undanfarin ár lagt mikla vinnu við að tryggja ábyrgan rekstur fjármála bæjarins og var vísitölutenging gjaldskráa eitt skref í þeirri vinnu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru því mótfallnir afnámi á vísitölutengingu leikskólagjalda. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins furða sig á hví afnema eigi vísitölutengingu leikskjólagjalda en ekki á öðrum gjaldskrám Vestmannaeyjabæjar þar sem mikilvægt er að hafa samfellu og sanngirni að leiðarljósi við gjaldtöku bæjarbúa. Eðlilegra hefði verið að endurskoða gjaldskrárnar í heild sinni.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja einnig óheppilegt að fylgigögn málsins innan fagráðsins hafi ekki verið frá embættismanni heldur nefndarmanni án þess að höfundar skjalsins væri getið. Á fundinum óskuðu nefndarmenn minnihlutans ítrekað eftir frestun málsins þar sem eðli umræðunnar var ekki getið í fundarboði og nefndarmenn vildu því eðli málsins samkvæmt kynna sér málið frekar. Við þeirri beiðni var ekki orðið og borið við tímaþröng til að staðfesta málið. Síðan þá hafa verið haldnir fundir bæði í fræðsluráði og bæjarráði án þess að málið hafi komið til frekari umræðu og telja því bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að hér hafi meðalhófs ekki verið gætt.” segir í bókun minnihlutans.

Foreldrar greiða 17% af kostnaði við leikskólaplássið

Í umræðum um málið kom fram í máli Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra ábyrgur rekstur snúi líka að því að veita góða þjónustu. Hún spurði bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hvort að það sé stefna flokksins að gera leikskólann gjaldfrjálsan. Íris sagði jafnframt að foreldrar greiði í dag c.a 17% af kostnaði við leikskólaplássið.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var til svara og sagði hún að uppi hafi verið hugmyndir innan þeirra raða að 83% sé greitt af bæ. Ef að foreldrar kjósi að hafa barnið í 83% vistun yrði það í gjaldfrjálsri vistun.

Málið var samþykkt með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H-lista og E-lista gegn þremur atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista. 

Sjá einnig: Vilja afnema vísitöluhækkanir leikskólagjalda

Hér má horfa á upptökuna frá fundinum. Umræður um ofangreint mál hefjast á fimmtugustu mínútu.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.