Fjölgar í Eyjum
- í dag eru íbúar í Vestmannaeyjum 4319 talsins
5.September'18 | 14:23Eyjar.net kannar reglulega hvernig íbúaþróunin er í Vestmannaeyjum. Í lok mars í fyrra (2017) voru íbúar í Vestmannaeyjum 4295. Í byrjun apríl sl. var íbúatalan komin niður í 4288.
Í dag eru íbúatalan hins vegar komin upp í 4319, samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ. Þann 1. júlí 2016 skrifaði þáverandi bæjarstjóri, Elliði Vignisson pistil á heimasíðu sína og greindi hann þar frá því að Eyjamenn væru orðnir 4318, og segir hann frá því að bæjarbúar hafi ekki verið fleiri síðan 2002.
Það er því ljóst að Eyjamenn hafa ekki verið fleiri í 16 ár.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.