Skoða hvort hætta stafi af girðingu við Hásteinsvöll

4.September'18 | 08:07
hast

Girðingin er stutt frá akveginum og skoða á hvort slysahætta stafar af því ef að bifreið lendir á girðingunni. Myndir/TMS

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var umræða um girðingu sem sett var upp í sumar norðan megin við Hásteinsvöll. 

Þar bentu bæjarfulltrúar minnihlutans á að Vegagerðin hafi víða látið fjarlægja svipaðar teinagirðingar og þeim skipt út fyrir netagirðingar sökum slysahættu. Í máli fulltrúa meirihlutans kom fram að þau höfðu ekki heyrt af slíkum athugasemdum og bentu á að málið hafi einnig verið í vinnslu á síðasta kjörtímabili. Engu að síður væru þessar athugasemdir teknar alvarlega og yrðu þær skoðaðar af starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar.

Gera athugasemdir við stjórnsýsluhætti sem viðhafðir voru í málinu

Í bókun frá bæjarfulltrúm D-lista segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu hlynntir girðingu á svæðinu en gera athugasemdir við þá stjórnsýsluhætti sem hafðir voru við í þessu máli. Hafi legið jafn mikið á málinu og raun bar vitni hefði eðlilegast verið að taka fundargerðina inn með afbrigðum á síðasta fundi bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Verði almenn vinnubrögð sú að mál af þessu tagi eru kláruð án þess að fullnaðarsamþykki liggi fyrir þá er verið að setja fordæmi um vinnubrögð sem ekki hafa tíðkast hingað til. Í kjölfar afgreiðslunnar í fagráðinu bárust svo bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins athugasemdir frá fagaðila um að verið væri að setja niður teinagirðingu nálægt umferðaræð en Vegagerðin hefur víða látið fjarlægja svipaðar teinagirðingar og þeim skipt út fyrir netagirðingar sökum slysahættu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska því eftir minnisblaði frá bæjarstjóra þar sem gert er grein fyrir því hvort öryggi íbúa stafi hætta af umræddum girðingum en þess má geta að þrátt fyrir að hámarkshraði sé 50km/klst á þessum vegkafla þá skv. upplýsingum frá lögregluembættinu eru einmitt veittar flestar hraðasektir við þennan veg. 

Vísa ásökunum til föðurhúsana

Í bókun bæjarfulltrúa H-lista og E-lista segir að meirihluti bæjarstjórnar mótmæli ásökunum minnihlutans um óvandaða stjórnsýsluhætti og vísar þeim til föðurhúsana. 

Málið var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Fleiri myndir af girðingunni má sjá hér að neðan.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).