EY kostaði um 13,5 milljónir

- stærsti hlutinn fór til auglýsingastofu á höfuðborgarsvæðinu, - verkefnið skilaði ekki tilætluðum árangri

3.September'18 | 10:39

Í lok árs í fyrra blés Vestmannaeyjabær til markaðsátaks undir heitinu ,,EY". Eyjar.net hefur nú kallað eftir upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ um kostnað verkefnisins og svörum um það hvort verkefnið eigi sér framtíð.

Í svari frá starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar kemur fram að áfallinn kostnaður vegna verkefnisins sé 13.425.056 króna. Megnið af kostnaðinum var vegna aðkeyptrar þjónustu af Brandenburg auglýsingastofu, eða kostnaður upp á 11,4 milljónir. Þannig að ljóst er að stór hluti af kostnaðinum fór úr bænum, en ekki er ritstjórn Eyjar.net kunnugt um að leitað hafi verið innanbæjar eftir þessari þjónustu.

Verkefninu var ætlað að virkja bæjarbúa og fyrirtækin til góðra verka

Hver var tilgangur verkefnisins?

Ey var ímynd –og markaðasátaks verkefni sem Vestmannaeyjabær setti af stað. Verkefninu var ætlað að virkja bæjarbúa og fyrirtækin til góðra verka, efla samstöðu og skerpa á markaðsáherslum Vestmannaeyjabæjar. Átakið var sett af stað í nóvember 2017 í Eldheimum þar sem vefur átaksins var einnig settur í loftið. Vefurinn átti að virka sem einskonar viðburðardagatal og upplýsa fólk um allt það góða sem er að gerast í Eyjum.

Tilgangurinn m.a. að laða til Eyja nýja íbúa með því að skapa jákvæða umræðu um Eyjuna okkar. Í framhaldinu voru hugmyndir uppi um að nýta verkefnið fyrir ferðaþjónustuna m.a. með því að standa fyrir ýmsum viðburðum undir merkjum Ey, eins og bæjarhátíð á borð við matarhátíðina Gúrmey og götumarkaðinn Gleymmérei. Þá voru kynntar nýjar og skemmtilegar gönguleiðir, ætlaðar heimamönnum og gestum Vestmannaeyja, einnig sem hluti af átakinu Ey.

Verkefnið ekki lengur í vinnslu

Ein af spurningunum sem Eyjar.net spurði var hvort að verkefnið væri enn í gangi? „Nei verkefnið er ekki í vinnslu, en framkvæmd verkefnisins var færð yfir á starfsmenn bæjarins þar sem að verkefnið þótti kosta of mikið en því miður er lítill tími aflögu í bænum til að sinna verkefnum sem þessum.”

Skilaði verkefnið tilætluðum árangri að ykkar mati?

Verkefninu var hætt, líklega út af því að ekki var samstaða um það hvernig ætti að vinna verkefnið áfram og ekki gafst tími til að ráðast í að framkvæma hluta þeirra verkefna sem átti að ráðast í eins og bæjarhátíðarnar og fleira sem stefnt var að því að gera. Skilaði verkefnið því ekki tilætluðum árangri.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).