100 ára afmæli Björgunarfélags Vestmannaeyja

3.September'18 | 07:41
bjorgo_100ara_st

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi með Arnóri Arnórssyni formanni björgunarfélagsins. Mynd/BV

Í tilefni af 100 ára afmæli Björgunarfélags Vestmannaeyja sem var þann 4. ágúst síðast liðinn, færði Vestmannaeyjabær félaginu 1.000.000 að gjöf og þakkar félaginu fyrir ómetanlegt framlag til björgunarstarfa.

Ofangreint kom fram í bókun bæjarráðs. Í framhaldi var málið rætt á fundi bæjarstjórnar. Þar bókuðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins:

Félagið hefur verið frumkvöðull á mörgum sviðum

„Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur reynst okkar samfélagi ómetanlegt. Félagið hefur verið frumkvöðull á mörgum sviðum, keyptu fyrsta björgunar- og varðskip Íslands, Þór, áttu frumkvæðið að byggingu fyrstu sundlaugarinnar í Vestmannaeyjum, áttu frumkvæði að því að bæta lýsingu við innsiglinguna, að lagðir yrðu símastrengir og að hvetja til betri kunnáttu vélstjóra og formanna vélbáta á taltækjum.

Björgunarsveitin er aldrei langt undan við margar gleðistundir í Vestmannaeyjum á borð við þrettándann, þjóðhátíðina og svo ekki sé minnst á alla stórsigra íþróttaliða okkar þegar sérfræðingar þeirra fylla himinhvolfin af fallegum litum og mynstrum fyrir okkur hin til að njóta. Mikilvægara þó er það hlutverk þeirra þegar erfiðleikar steðja að, við erfiðar aðstæður á borð við válynd veður, náttúruhamfarir og við alvarleg slys og veikindi eru félagsmenn Björgunarsveitarinnar ávallt viðbúnir með sinni hugdirfsku og fagmennskuna að leiðarljósi. Fyrir það erum við óendalega þakklát. Innilega til hamingju með stórafmælið kæra Björgunarfélag Vestmannaeyja og megi næstu 100 ár verða öflugu starfi ykkar áfram jafn góður vitnisburður.”

Meirihlutinn tók undir bókun minnihlutans og var liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum. 

Forsetinn kom í afmælið

Haldið var uppá afmæli Björgunarfélags Vestmannaeyja á laugardaginn. Fyrst með opnu húsi í húsakynnum félagsins á Faxastíg. Um kvöldið var svo slegið upp afmælisveislu í Höllinni þar sem núverandi og fyrrverandi félagar mættu og gerðu sér glaðan dag. Þá kom varðskipið Þór til hafnar í Eyjum á laugardaginn og þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF kom einnig til Eyja. Með í för var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sem heiðraði félagið með nærveru sinni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).