Ístak annast endurbætur á Landeyjahöfn

1.September'18 | 06:31
undirskrift_istak_vegagerd_mynd_vegag

Frá undirskriftinni. Ljósmynd/Vegagerðin

Karl Andreassen framkvæmdastjóri Ístaks og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar skrifuðu í gær undir verksamning vegna vinnu við endurbætur Landeyjahafnar. 

Er þetta fyrsti verksamningurinn sem nýr forstjóri undirritar, segir í færslu á facebook-síðu Vegagerðarinnar. Í verkinu felst bygging á tunnum á enda brimvarnargarða, grjótvörn á garðsendum, bygging vegar út vesturgarð og stækkun innri hafnarinnar.

Tvö tilboð bárust í verkið. Ístak hf. bauð 743,5 milljónir króna og Munck Íslandi ehf. bauð 893 milljónir. Bæði tilboðin voru hærri en áætlaður verktakakostnaður, sem var 660 milljónir króna. Markmiðið með stækkun innri hafnar er að auka snúningssvæði Herjólfs.

Grjótgarðurinn gegnt bryggjunni á að færa til austurs og snúningsvæðið stækkað með þeim hætti. Tunnurnar sem um ræðir eru stáltunnur sem verða fylltar með grjóti. Þær verða settar upp við enda beggja brimvarnargarða. Markmiðið með endurbótunum er að auka öryggi í höfninni og gera nýjum Herjólfi kleift að sigla oftar til Landeyjahafnar en núverandi Herjólfur hefur gert.

Áætluð verklok eru 15. september 2019.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.