Eyjamenn atkvæðamiklir í Vestmannaeyjahlaupinu

1.September'18 | 18:16
hlaup_vestm_2018_jhj

Mynd/Jóhannes Helgi Jensson

Um 100 manns hlupu í Vestmannaeyjahlaupinu í dag. Það var einungis um þriðjungur af því sem ráð var fyrir gert. En ástæður minni þátttöku má rekja til þess að ófært hefur verið fyrir Herjólf til siglinga í Landeyjahöfn bæði í gær og í dag.

Hálfmaraþon

Nicholas Chase frá Bandaríkjunum var fyrstur í mark í hálfmaraþoni, hljóp á 01:27:44. Dolfi Egede Lund varð annar á tímanum 01:43:40 og í þriðja sæti varð Ásgeir Guðmundsson á 01:43:51.

Í kvennaflokki sigraði Elín Edda Sigurðardóttir úr ÍR, hún hljóp 21 km á 01:30:40. Johanna Medyk varð í öðru sæti á tímanum 01:48:53. Eyjastelpurnar Thelma Gunnarsdóttir og Gyða Arnórsdóttir voru svo hnífjafnar í 3-4 sæti. Þær hlupu á tímanum 01:54:42.

10 km hlaup

Vilhjálmur Þór Svansson varð fyrstur í 10 km, Kári Steinn Karlsson var í öðru sæti í 10 km á tímanum 00:44:19. Hann hljóp með son sinn Arnald í kerru. næstur á eftir þeim kom Eyjamaðurinn Sindri Viðarsson á tímanum 00:46:32.

Vestmannaeyingurinn Guðbjörg Guðmannsdóttir kom fyrst í mark á 10 km hlaup kvenna á tímanum 00:50:14. Steinunn Þorsteinsdóttir varð önnur á 00:54:58 og Hannah Cross, frá Bretlandi varð þriðja á tímanum 00:55:32.

5 km hlaup

Í 5 km flokknum var Arnar Richardsson frá Eyjaskokk fyrstur á tímanum 00:24:25. Stefán Björn Hauksson var annar á 00:25:15 og Oleksy Stanislaw frá Eyjaskokk varð þriðji á 00:25:17.

Ragna Sara Magnúsdóttir kom fyrst kvenna í mark í 5 km hlaupinu, hljóp á 00:26:32. Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir var önnur á tímanum 00:27:55 og í þriðja sæti var Gerður Garðarsdóttir frá Eyjaskokk, og hljóp hún á 00:28:30.
 

Nánari niðurstöður úr hlaupinu má sjá hér.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).