Kveðjustundin endaði í hópknúsi
31.Ágúst'18 | 20:21Gunnar Páll Hálfdánsson, framleiðslustjóri botnfiskssviðs Vinnslustöðvarinnar, hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu og var kærlega kvaddur í fundarsalnum síðdegis. Reyndar var hann svo ákaft faðmaður að skilnaði að kveðjustundin endaði með hópknúsi!
Gunnar Páll starfaði áður í sjávarútvegi á Flateyri og í Hrísey. Hann kom til Vinnslustöðvarinnar fyrir rúmlega fimm árum, fyrst sem vinnslustjóri en síðar sem framleiðslustjóri botnfiskssviðs.
Þorbjörg Rósa Jónsdóttir tekur tímabundið við verkefnum hans og verður yfirverkstjóri á botnfiskssviði VSV, segir í frétt á vefsvæði Vinnslustöðvarinnar.
Tags
Vinnslustöðin
Bók Bjarna í Bónus
2.Desember'19Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá
15.Apríl'19Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.