Fréttatilkynning:

Álseyjarútgáfan endurútgefur Lundaballslistann

31.Ágúst'18 | 11:10
lundaball_yfir_2016

Það er ávalt mikil stemning á Lundaballinu. Ljósmynd/TMS

Álseyingar hafa löngum verið fremstir úteyinga í undirbúningi fyrir Árshátíð bjargveiðimanna í Eyjum. Hafa Álseyingar oft farið ótroðnar slóðir í þeim efnum enda hafa Lundaböllin sem þeir hafa haldið alltaf toppað það sem áður hefur verið gert. 

Álseyingar virðast enn einu sinni ætla að setja standard Lundaballsins í nýjar hæðir og má því búast við toppskemmtun í Höllinni 29. september n.k. þegar að Lundaballið verður haldið.

Unnið er hörðum höndum að samsetningu matseðils í samvinnu við fjölda innlendra og erlendra  stórkokka sem hafa sóst eftir því að fá að slást í lið með kokkalandsliði Álseyjarfélagsins við gerð matseðilsins. Ekkert hefur enn verið gefið upp um matseðilinn annað en það að hann verði “Gordjöss”. Það er vart við öðru að búast en að villibráðarveislan í ár verði betri en nokkru sinni fyrr því að eldhúsið í Álsey hefur um árabil verið með 5 Yokohama stjörnur fyrir matargerð sína. Álseyingar hafa stundum tekið gestakokka í eldhúsið og hefur það verið eftirsótt að koma þangað í þjálfun. T.d. hafa  margir af bestu matreiðslumönnum Heimaeyjar, fengið að snerta áhöldin í Álsey til að fá þennan Yokohama fíling í fingurna. Meðal topp matreiðslumanna sem fengið hafa að þjálfa sig í Álseyjareldhúsinu má nefna Einsa Kalda, Sigga Gísla og Gísla Matthías en margir telja að Álseyjarfílingurinn sem skin í gegnum matargerð þeirra sé lykillinn að velgengni þeirra í matargerð.

Stórkostleg skemmtidagskrá er í vinnslu og munu Álseyingar gefa frekari upplýsingar um hana á næstu vikum. Það er því vissara fyrir þá sem vilja tryggja sér miða á Lundaballið í ár að skrá sig sem fyrst en allir eru velkomnir á ballið.

Til að hita upp fyrir ballið hafa Álseyingar endurútgefið Lundaballslistann, sem að þeir gáfu út fyrir nokkrum árum í aðdraganda Lundaballs. Það er stórsveitin Synir Álseyjar sem flytur lagið  og á textinn jafn vel við í dag og þegar lagið var fyrst gefið út. Það er því upplagt að koma sér í helgargírinn með því að stilla í botn, syngja sig inn í helgina með Sonum Álseyjar og láta sig hlakka til Lundaballsins 29. september nk.

Hér má hlusta á lagið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).