Hugmyndir að nýrri slökkvistöð við Löngulág
30.Ágúst'18 | 06:47Fyrr í vikunni var fjallaði Eyjar.net um óeiningu innan umhverfis- og skipulagsráðs um framtíðarstaðsetningu nýrrar slökkvistöðvar. Málið hefur verið lengi á dagskrá innan bæjarkerfisins og á síðasta kjörtímabili var skipaður vinnuhópur sem fór yfir málið og skilaði inn minnisblaði til framkvæmda- og hafnarráðs í byrjun júlí.
Vinnuhópurinn velti upp ýmsum staðsetningum og settu niður kosti og galla hvers og eins. Í niðurlagi minnisblaðsins segir að gefnum þeim forsendum sem fyrir liggja leggur vinnuhópurinn til að staðsetning á nýrri slökkvistöð verði austan megin við Kyndistöð HS Veitna við Kirkjuveg.
Aðrar staðsetningar sem ræddar voru í hópnum voru milli Bessahrauns og Brimhóla. Milli áhaldahúss og gömlu slökkvistöðvar. Á nýju iðnaðarsvæði við Dali og þar sem salthús Ísfélagsins er, en sú lóð er líklega ekki á lausu.
Hér má skoða fleiri teikningar sem sýnir byggingarmagn slökkvistöðvar austan við kyndistöðina.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...