Uppfærð frétt

Lögbann lagt á notkun Viking II

- lögbannið verður kært til héraðsdóms

24.Ágúst'18 | 11:33
viking_2

Vikingur II. Ljósmynd/TMS

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur úrskurðað um lögbann við allri notkun á bátnum Vikingi II. Þetta staðfestir Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður í samtali við Eyjar.net.

Forsaga málsins er sú að báturinn Víkingur II var seldur nauðungarsölu þann 4. júlí sl. að beiðni Íslandsbanka en áhvílandi á bátnum voru yfir eitt hundrað milljónir. Fyrirtækið Ribsafari voru hæstbjóðendur á uppboðinu með kr. 25.100.000 og greiddi allt kaupverð þann 16. júlí sl.

Jóhann Pétursson, lögmaður Ribsafari segir í samtali við Eyjar.net að þá hafi Ribsafari átt með réttu að fá bátinn afhentan en Guðmunda ehf. fyrri eigandi bátsins krafðist samdægurs ógildingar nauðungarsölunnar og neitaði að afhenda bátinn og hefur notað hann síðan. 

Jóhann segir að send hafi verið beiðni um innsetningu (afhendingu á bátnum) til héraðsdóms í júlí mánuði en það verður tekið fyrir nú 13. sept. ásamt reyndar ýmsum öðrum málum tengdum Guðmundu ehf. s.s. nauðungarsölumálið, staðfestingarmál vegna lögbannsins og að mér skilst gjaldþrotaskiptabeiðni á Guðmundu ehf.

Sýnist sem sýslumaður hafi ekki gætt að meðalhófi

Eyjar.net hafði einnig samband við lögmann Guðmundu ehf. Jón Bjarna Kristjánsson vegna málsins.

„Umbjóðandi minn gerir alvaralegar athugasemdir við lögbannið en hann telur það illa ígrundað. Seint á föstudagskvöldi móttók ég fyrir hönd umbjóðanda athugasemdir frá sýslumanni þess efnis að borist hefði ljósmynd sem átti að sýna svartan strók aftan úr bátnum. Sýslumaður fullyrti að olíuskiptum væri ekki sinnt á bátnum og að umbjóðandi minn væri vísvitandi að bræða úr vélinni. Póstinum var svarað og sýslumaður upplýstur um að báturinn hefði haffærisskírteini og væri reglulega skoðaður og engar athugasemdir væru gerðar við bátinn. Þá væri hann búinn hita- hleðslu- og olíuþrýstingsmælar sem sýslumanni væri velkomið að skoða. Skipt hefði verði um olíu í júlí síðast og skipt um loftsíur í ágúst. Næg olía væri á gírum og vélum en ef sýslumaður teldi þetta ekki nægjanlegt þá væri umbjóðandi minn reiðubúinn til að bregðast við öllum réttmætum ábendingum og eftir atvikum enn einu sinni skipta um olíu.” segir Jón Bjarni og bætir við:

„Lögbann er alvarleg gerð og ber að gæta varkárni og sýna meðalhóf í beitingu þess. Mér sýnist sem sýslumaður hafi ekki gætt að meðalhófi og mun lögbannið valda umbjóðanda mínum ómældu tjóni. Þá má ekki gleyma því að þetta er mikið högg fyrir Vestmannaeyjar sem að óbreyttu munu ekki geta boðið gestum sínum sömu þjónustu og afþreyingu og áður.

Lögbannið verður kært til héraðsdóms og sýnist mér sem að dómstóll muni ógilda gerðina enda er hún án allra takmarkana eða skilyrða. Lögbannið miðar aðeins að því að hindra umbj. minn í að sinna viðskiptamönnum sínum og hefur ekkert með meðferð skipsins að gera, en það er fyrirsláttur gerðarbeiðenda.” segir Jón Bjarni að lokum.

 

Uppfært kl. 12.30

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum vill koma á framfæri vegna ummæla lögmanns gerðarþola að hið rétta sé að pósturinn frá sýslumanni var sendur kl. 17:53 á föstudegi, en ekki seint að kvöldi. 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).