Fréttatilkynning:

Rútuferð á leik KR og ÍBV í boði VSV

22.Ágúst'18 | 11:25
bikarsilfur_studningsmenn

Stuðningsmenn ÍBV geta nýtt sér fría rútuferð á leikinn gegn KR. Skjáskot/SIGVA.

VSV býður stuðningsmönnum uppá fría rútuferð á leik KR - ÍBV sem fram fer á sunnudaginn nk. kl 14:00. ÍBV mætir KR á Alvogenvelli, í Evrópuslag í 18.umferð Pepsideildarinnar. Með sigri er orðinn raunhæfur möguleiki á því að ÍBV verði aftur í Evrópukeppninni á næsta ári.

Er því um sannkallaðan úrslitaleik að ræða og þarf liðið því allan þann stuðning sem það getur hugsanlega fengið. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ætlar að kosta rútur fyrir rúmlega 100 manns svo unnt sé að mynda alvöru eyjastemmingu á þessum mikilvæga leik. (Borga þarf fyrir Herjólfsferð og miða á völlinn).

Allir velkomnir sem ætla að styðja liðið til sigurs og helst að mæta í treyju eða ÍBV merktu.

Rútan fer frá Landeyjahöfn eftir 11:00 ferð Herjólfs úr Eyjum, tekur upp stuðningsmenn á Hvolsvelli kl 12:00 á N1 sjoppunni og keyrir svo beint á völlinn þar sem verður grill og kaldur til sölu á vellinum. Rútan heldur af stað til baka eftir leik kl 16:00 og stoppar á Hvolsvelli aftur á N1 sjoppunni þar til hún heldur af stað til að ná 19:45 ferð Herjólfs til Eyja, segir í tilkynningu frá ÍBV.

Skráning hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).