Fréttatilkynning:

Rútuferð á leik KR og ÍBV í boði VSV

22.Ágúst'18 | 11:25
bikarsilfur_studningsmenn

Stuðningsmenn ÍBV geta nýtt sér fría rútuferð á leikinn gegn KR. Skjáskot/SIGVA.

VSV býður stuðningsmönnum uppá fría rútuferð á leik KR - ÍBV sem fram fer á sunnudaginn nk. kl 14:00. ÍBV mætir KR á Alvogenvelli, í Evrópuslag í 18.umferð Pepsideildarinnar. Með sigri er orðinn raunhæfur möguleiki á því að ÍBV verði aftur í Evrópukeppninni á næsta ári.

Er því um sannkallaðan úrslitaleik að ræða og þarf liðið því allan þann stuðning sem það getur hugsanlega fengið. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ætlar að kosta rútur fyrir rúmlega 100 manns svo unnt sé að mynda alvöru eyjastemmingu á þessum mikilvæga leik. (Borga þarf fyrir Herjólfsferð og miða á völlinn).

Allir velkomnir sem ætla að styðja liðið til sigurs og helst að mæta í treyju eða ÍBV merktu.

Rútan fer frá Landeyjahöfn eftir 11:00 ferð Herjólfs úr Eyjum, tekur upp stuðningsmenn á Hvolsvelli kl 12:00 á N1 sjoppunni og keyrir svo beint á völlinn þar sem verður grill og kaldur til sölu á vellinum. Rútan heldur af stað til baka eftir leik kl 16:00 og stoppar á Hvolsvelli aftur á N1 sjoppunni þar til hún heldur af stað til að ná 19:45 ferð Herjólfs til Eyja, segir í tilkynningu frá ÍBV.

Skráning hér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.