Þjóðvegir í þéttbýli:

Samningur á borðinu eftir 10 ára samningaviðræður

21.Ágúst'18 | 11:43
yfir_eyjar_elli_sc

Vestmannaeyjar.

Skil á Þjóðvegum í þéttbýli voru á dagskrá framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyjabæjar í síðustu viku. Fyrir lágu drög að samningi milli Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar vegna skila Vegagerðarinnar á þjóðvegum í þéttbýli.

Með setningu vegalaga nr. 80/2007, var mælt fyrir um nýja skilgreiningu á stofnvegum sem leiddi til þess að fjöldi stofnvega í og við þéttbýli féllu úr tölu þjóðvega og urðu sveitarfélagsvegir. Þar á meðal voru nokkrir vegir í Vestmannaeyjum og voru þeir, við þetta, felldir út af vegaskrá. Með umræddri lagabreytingu uppfylltu þeir vegir ekki lengur skilgreiningar 8. gr. vegalaga til að geta talist þjóðvegir. Með bréfi, dags. 15. júlí 2010, tilkynnti Vegagerðin Vestmannaeyjabæ um niðurfellinguna og að veghald þessara vega myndi færast yfir til sveitarfélagsins frá og með 31.12.2010. Sammæltust aðilar um að vegum þessum yrði skilað í viðunandi horfi miðað við gerð þeirra. 

Vestmanneyjabær hefur verið í samningaviðræðum núna í um 10 ár við Vegagerðina um yfirtöku á umræddum vegum. Vestmannaeyjabær hefur ekki viljað taka við vegunum í því ásigkomulagi sem þeir hafa verið í. Vegagerðin hefur nú hafið vinnu við viðhald þessara vega, segir í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.