Dagbók lögreglunnar:

Hundur réðst á húsbónda sinn

21.Ágúst'18 | 16:15
logreglub

Ljósmynd/TMS

Undir kvöld þann 19. ágúst sl. var lögregla kölluð að húsi í Vestmannaeyjum en þar hafði heimilishundur af Alaska Malamute tegund ráðist á húsbónda sinn, sem er kona á fertugsaldri, og beit hann konuna í andlit og aðra höndina. 

Konan var með töluverða áverka við augu og var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. Að ósk eiganda hundsins verður hundurinn aflífaður, segir í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Rúðubrot í safnaðarheimili Landakirkju

Þá segir í dagbókinni að síðdegis þann 14. ágúst sl. var lögreglu tilkynnt um rúðubrot í safnaðarheimili Landakirkju en um var að ræða fjórar rúður sem voru brotnar. Talið er að rúðurnar hafi verið brotnar daginn áður en ekki er ljóst hver eða hverjir þarna voru að verki. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um þá sem þarna voru að verki eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

GPS staðsetningartæki stolið úr bifreið

Í vikunni var tilkynnt um þjófnað á Garmin GPS staðsetningartæki sem stolið var úr bifreið. Er talið að þjófnaðurinn hafi átt sér stað yfir Þjóðhátíðina en ekki er ljóst hvar bifreiðin var þegar þjófnaðurinn átti sér stað.

Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni og var í báðum tilvikum um að ræða smáræði af kannabisefnum sem voru haldlögð. Málin teljast að mestu upplýst.

Í vikunni voru tveir skipverjar á smábáti handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna við stjórn bátsins. Málið er í rannsókn og er beðið niðurstöðu blóðrannsóknar.

Tvær kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna en um er að ræða vanrækslu á að hafa öryggisbelti spennt í akstri og akstur gegn einstefnu, segir í vikuyfirliti lögreglunnar.

Tags

Lögreglan

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).