Fréttatilkynning:

Styttist í Vestmannaeyjahlaupið

20.Ágúst'18 | 10:43
IMG_2593[117100]

Ljósmynd/aðsend

Vestmannaeyjahlaupið verður haldið laugardaginn 1. september. Boðið verður upp á 5, 10 og 21 km. Vestmannaeyjahlaupið var kosið götuhlaup ársins 2017 af lesendum hlaup.is.

5 km og 10 km hlaupið hefst við Íþróttamiðstöðina kl. 12 en hálf maraþonið hefst kl. 11:30. Sameiginleg upphitun hefst kl. 11:30.

Vegalengdir
Boðið verður upp á 5, 10 og 21 km. Leiðin er mjög falleg og skemmtileg.

Hlaupaleiðin
Allar hlaupaleiðir á einu korti.

Þátttökugjöld og skráning
Forskráning á hlaup.is. Forskráningu lýkur kl. 20:00 föstudaginn 31. ágúst.

Keppnisnúmer og gögn eru afhent milli kl. 18-20 föstudagskvöldið 31. ágúst eða um morguninn fyrir hlaup.

Eitt þátttökugjald er í hlaupið, óháð veglengd.

  • Þátttökugjöld eru 3.000 kr.

Verðlaun
Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í hverri vegalengd.

Einnig verða veitt glæsileg útdráttarverðlaun. Allir hlauparar fá minjagrip sem þátttökuviðurkenningu.

Búningsaðstaða
Íþróttahúsið verður opið fyrir og eftir hlaup og hægt er að fara í sund þar og er það innifalið í gjaldinu.

Nánari upplýsingar
Þú getur líka fylgst með hlaupinu á Facebook og á vef hlaupsins, www.vestmannaeyjahlaup.is.
Allur ágóði af hlaupinu rennur til góðgerðarmála.

Upplýsingar veitir Sigmar Þröstur Óskarsson í síma 895-3339 eða Magnús 897-1110.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.