Subway lokar stað sínum í Eyjum

9.Ágúst'18 | 14:55
subway_eyjar

Subway staðurinn í Eyjum lokar frá og með 11. ágúst. Mynd/TMS

Subway mun loka veitingastað sínum í Vestmannaeyjum frá og með 11. ágúst n.k.  Staðurinn hefur verið ágætlega sóttur af Vestmannaeyingum í þau 6 ár sem hann hefur verið opinn.  

Við höfum eignast fjölmarga fasta viðskiptavini í eyjum og erum þakklát öllum þeim Vestmannaeyingum sem hafa verslað við okkur í gegnum tíðina, segir í tilkynningu frá Subway.

Staðurinn hefur gengið vel á sumrin, en minna hefur verið að gera á veturna.  Á ársgrundvelli hefur rekstrareiningin ekki verið nógu hagkvæm eða stór til þess að réttlæta áframhaldandi rekstur. Við kveðjum eyjar í bili með söknuði og vonum að eiga afturkvæmt þangað fyrr en seinna, segir enn fremur í tilkynningunni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.