Subway lokar stað sínum í Eyjum

9.Ágúst'18 | 14:55
subway_eyjar

Subway staðurinn í Eyjum lokar frá og með 11. ágúst. Mynd/TMS

Subway mun loka veitingastað sínum í Vestmannaeyjum frá og með 11. ágúst n.k.  Staðurinn hefur verið ágætlega sóttur af Vestmannaeyingum í þau 6 ár sem hann hefur verið opinn.  

Við höfum eignast fjölmarga fasta viðskiptavini í eyjum og erum þakklát öllum þeim Vestmannaeyingum sem hafa verslað við okkur í gegnum tíðina, segir í tilkynningu frá Subway.

Staðurinn hefur gengið vel á sumrin, en minna hefur verið að gera á veturna.  Á ársgrundvelli hefur rekstrareiningin ekki verið nógu hagkvæm eða stór til þess að réttlæta áframhaldandi rekstur. Við kveðjum eyjar í bili með söknuði og vonum að eiga afturkvæmt þangað fyrr en seinna, segir enn fremur í tilkynningunni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.