Þjóðhátíð 2018:

Þrjú kyn­ferðis­brot og fimm lík­ams­árás­ir

7.Ágúst'18 | 19:59
IMG_0898

Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í Eyjum um helgina. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Lögregla telur 15.000 manns hafa sótt þjóðhátíð Vestmannaeyja 2018 og er hátíðin með þeim stærstu sem haldin hefur verið. 26 lögreglumenn sinntu löggæslu á þremur lögreglubifreiðum auk 150 gæslumanna sem lúta stjórn lögreglu. 

Tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra voru til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnaeftirliti og höfðu sér til aðstoðar 3-4 fíkniefnaleitarhunda sem eru í eigu embættis Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, Lögreglustjórans á Vestfjörðum og Fangelsismálastofnun. Starfandi læknir var í dalnum auk heilbrigðisstarfsfólks, áfallateymis, barnaverndar og sjúkraflutningamanna og gengu allir sólarhringsvaktir. Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Þá segir að umferð hafi gengið vel þessa helgi. Lögregla leggur ríka áherslu á að greina gangandi umferð frá akandi í Herjólfsdal og hefur tekist vel til sérstaklega með lengingu á göngustíg í dalinn. Á álagstímum var umferð gangandi og akandi verulega þung í dalnum og ljóst að leysa þarf þar úr hnökrum fyrir næsta ár.

Heildarfjöldi fíkniefnamála voru 35 að þessu sinni, árið 2017 voru málin 47, árið 2016 voru málin 30 og árið 2015 72 talsins. Grunur er um sölu- og dreifingu í tveimur þessara mála. Lögregla er ánægð með árangurinn og hefur það sýnt sig að öflugt fíkniefnaeftirlit skilar árangri. Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en oft áður. Fíkniefnaleitarhundar eru ávallt notaðir við leit á þjóðhátíð og auka þeir árangur og gæði eftirlitsins. Notkun leitarhundanna fækkar ennfremur neikvæðum afskiptum af fólki og hafa ótvírætt forvarnargildi.

Fimm líkamsárásir komu inn á borð lögreglu. Alvarlegasta árásin var spark í líkama sem olli innvortis blæðingum og var árásarþoli fluttur með sjúkraflugi til aðhlynningar á LSH. Önnur alvarleg líkamsárás olli nefbroti og aðrar þrjár minniháttar áverkum. Kærur liggja fyrir í tveimur brotanna. Ein árásin var heimilisofbeldismál þar sem gerandi og þolandi eru tengdir aðilar. Önnur brot voru sex eignaspjöll, fimm auðgunarbrot, eitt húsbrot, ein hótun, fimm áfengislagabrot, fjórir fíkniefnaakstrar og einn ölvunarakstur.

Þrjú kynferðisbrot eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir helgina. Kona varð fyrir kynferðislegri áreitni á bílastæði í dalnum að kvöldi laugardags. Í hinum tveimur er uppi grunur um misneytingu. Kærur liggja ekki fyrir í málunum.

Lögregla sinnti fjölmörgum verkefnum yfir hátíðina og gekk vel að leysa úr öllum verkefnum sem komu inn á borð hennar. Að mati lögreglu gekk löggæsla vel og voru bæði lögregla og gæslumenn áberandi í Herjólfsdal og stutt í aðstoð. Viðbragð í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd var gott og var fjölmörgum sinnt vegna mismunandi erfiðleika. Veður setti strik í reikninginn á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags en þjóðhátíðargestir voru almennt vel búnir og vel gekk að koma fólki í skjól í íþróttahúsi sem þurfti á því að halda. Lögregla þakkar viðbragðsaðilum fyrir gott samstarf vegna þjóðhátíðar sem er jafnan stærsta löggæsluverkefni lögreglunnar á ári hverju, segir að endingu í uppgjöri lögreglunnar í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíðarverkefnum 2018. 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-