Þrjú fíkniefnamál og einn í fangageymslu í nótt

6.Ágúst'18 | 08:47
dalur_brekkan2016

Frá Þjóðhátíð. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Einn gisti fangageymslur í Vestmannaeyjum í nótt og þrjú fíkniefnamál komu upp. Nóttin gekk vel fyrir sig miðað við veður og fjölda fólks á svæðinu, að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Hvasst og blautt var í Vestmannaeyjum í gær og í nótt en ekkert stórvægilegt kom þó upp vegna veðurs. Þá var íþróttahúsið opnað í gær og gátu Þjóðhátíðargestir leitað skjóls þangað. Rólegt var í íþróttahúsinu í nótt að sögn Jóns Braga Arnarssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Eins og áður sagði komu þrjú fíkniefnamál upp í nótt og þá gisti einn fangageymslur vegna ölvunar og óspekta, segir í frétt á Vísi.is.

„Svo var bara týpískur erill, það var verið að aðstoða fólk, en þetta fór vel fram miðað við hvernig veður var og fjöldi,“ segir Jón Bragi.

„Að vera bara með einn mann í klefa með heil 15 þúsund manns í Dalnum segir sína sögu.“

Sunnudagskvöldið á Þjóðhátíð er iðulega það fjölmennasta um verslunarmannahelgina og segir Jón Bragi hið sama hafa verið uppi á teningnum í ár. Fólk hafi þó byrjað að koma sér heim fyrr en vanalega og myndaðist strax röð við Herjólf fyrir fyrstu ferð klukkan tvö í nótt. Þá er gert ráð fyrir stöðugu streymi fólks til Landeyjahafnar fram eftir degi.

 

Vísir.is.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.