Tjöld byrjuð að fjúka í Eyj­um

5.Ágúst'18 | 13:17
tjald_ad_fjuka

Tjaldbúar eiga í vandræðum á Þjóðhátíð vegna vinds. Ljósmyndir/TMS

Vind­ur er byrjaður að aukast í Vest­manna­eyj­um og eru þegar ein­hver tjöld byrjuð að fjúka. Gul viðvör­un er í gildi fyr­ir Suður­land í dag þar sem bú­ist er við all­hvassri eða hvassri austanátt, allt að 18 metr­um á sek­úndu þegar mestu læt­in ganga yfir.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá þjóðhátíðargest­um hafa minnst fimm tjöld fokið í morg­un í Herjólfs­dal, að því er fram kemur í frétt mbl.is.

Þessi austanátt fer vax­andi á land­inu í dag, þá sér­stak­lega syðst,“ seg­ir Hrafn Guðmunds­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands. „Veðrið gæti orðið vesen á tjaldsvæðinu þegar vind­ur­inn er kom­inn upp í fimmtán metra á sek­úndu en það er svo spurn­ing hvernig þetta verður innst í Herjólfs­daln­um, það kem­ur í ljós.“

Að sögn Hrafns verður veðrið mun skap­legra ann­ars staðar á land­inu í dag. „Það verða síðdeg­is­skúr­ir á Norður­landi en fín­asta veður vest­an til, og milt,“ seg­ir hann. „Það verður ró­legri vind­ur vest­an til og úr­komu­lítið.“

Það læg­ir í Vest­manna­eyj­um und­ir morg­un á morg­un þegar veðrið snýr sér í norðaust­læg­ari átt­ir. Hrafn seg­ir að reikna megi strekk­ing eða all­hvössu veðri víðast hvar á land­inu á morg­un, hvass­ast verður vest­an til og við suðaust­ur­strönd­ina.

„Úrkoma verður mest á Norðaust­ur- og Aust­ur­landi en veðrið verður frek­ar létt suðvest­an til á morg­un,“ seg­ir Hrafn og má því reikna með mildu og björtu veðri á höfuðborg­ar­svæðinu á morg­un fyr­ir utan stíf­an vind.

 

Mbl.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.