Hætt við að væta og vindur setji svip sinn á brekkusöng

4.Ágúst'18 | 07:59
IMG_9358

Blysin og brekkusöngurinn eru annað kvöld á Þjóðhátíð. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Hæg norðlæg eða breytileg átt í dag og skýjað með köflum og stöku skúrir síðdegis um landið sunnan- og vestanvert og hiti víða 12 til 17 stiga að deginum, en að mestu skýjað norðan- og austantil og sumsstaðar þokusúld fram yfir hádegi og heldur svalara veður, eða 8 til 12 stig að deginum.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á veðurstofu Íslands og birt var nú í morgun. Þá segir að 1002 mb lægð sé nú stödd um 500 km suður af Hvarfi og nálgast hún landið á morgun. Á morgun verður því austlæg átt á landinu, víða 8-13 m/s um hádegi en hægari á norðaustan- og austantil. Norðanlands rofar til og verður víða bjartviðri þar annað kvöld en það þykknar upp um sunnanvert landið með morgundeginum og útlit fyrir rigningu eða súld syðst á landinu og á Suðausturlandi. 

Annað kvöld er útlit fyrir austan 13-18 m/s suður af Mýrdalsjökli og í Vestmannaeyjum og einnig dálítil rigning eða súld. Það er tæplega hægt að kalla þetta slagveðursrigningu þar sem úrkomumagnið er ekki það mikið, en það er hætt við því að vætan og vindurinn setji svip sinn á brekkusönginn annað kvöld. Enn sem komið er þetta bara veðurspá, lítil tilfærsla á lægðinni mun skila sér í skaplegra veðri til útivistar fyrir þjóðhátíðargesti, en það mun skýrast með deginum, segir enn fremur í hugleiðingum veðurfræðings.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.