Deilt um skipan í almannavarnanefnd

2.Ágúst'18 | 05:17
IMG_3648

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Erindi frá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum varðandi skipan í almannavarnanefnd var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í fyrradag.

Í framhaldi af því bókaði Trausti Hjaltason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði um málið. Þar segir: „Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tekur undir erindi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum sem jafnframt er formaður almannavarnanefndar. Þar kemur m.a. fram að mikilvægt er að almannavarnarnefnd verði áfram skipuð 7 mönnum. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var lögð fram tillaga fulltrúa meirihlutans um að fjölga nefndarmönnum úr 7 í 11 í almannavarnarnefnd við endurskoðun bæjarmálasamþykkta. 

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerir alvarlegar athugasemd við að stjórnsýsluerindi sem lögreglustjóri sendi á bæjarstjóra og formann bæjarráðs varðandi afstöðu hans um skipan í almannavarnarnefnd, hafi ekki fylgt sem undirliggjandi fundargögn í þessu máli við fyrirhugaða afgreiðslu síðasta bæjarstjórnarfundar, þrátt fyrir að erindið hafi borist bæði bæjarstjóra og formanni bæjarráðs vel fyrir þann fund. 

Athygli vekur að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins spurðust ítrekað eftir því hvort að afstaða formanns almannavarnarnefndar lægi fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi,þar sem fyrirhugað var að gera jafn róttækar breytingar og um ræðir. Engin svör fengust á þeim fundi þrátt fyrir að afstaða formanns almannavarnarnefndar lægi fyrir 9 dögum áður. Slíkt er í senn merki um óvandaða stjórnsýslu og ólýðræðisleg vinnubrögð að hálfu fulltrúa meirihlutans. Nú er ljóst að faglegt álit liggur fyrir og eðlilegt er að nefndarmenn verði 7 áfram. 

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins harmar að það standi til að gera fagnefnd eins mikilvæga og almannavarnarnefnd að pólitískri nefnd.” segir í bókun Trausta Hjaltasonar.

Í kjölfarið bókuðu ráðsmenn meirihlutans um málið. Þar segir: „Meirihluti bæjarráðs Vestmannaeyja hafnar því alfarið að um óvandaða stjórnsýslu sé að ræða. Erindi frá lögreglustjóra var sent til bæjarstjóra og formanns bæjarráðs og þar af leiðandi ætlað til umræðu í bæjarráði. Því lá fyrir að erindið kæmi til umræðu á næsta fundi bæjarráðs. Lítur meirihluti bæjarráðs svo á að rétt stjórnsýsla sé að erindið væri fyrst tekið til umræðu í bæjarráði og síðan í bæjarstjórn. Meirihluti bæjarráðs tekur undir erindi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum og leggur til að nefndin verði skipuð skv. því sem fram kemur í bréfi lögreglustjórans frá 9. júlí sl.” segir í bókun þeirra Njáls Ragnarssonar, fulltrúa E-lista og Jónu Sigríðar Guðmundsdóttur, fulltrúa H-lista.

Bæjarráð samþykkti að ný skipan almannavarnanefndar verði sem hér: 

Lögreglustjóri Vestmannaeyja (skylduseta skv.lögum) 
Bæjarstjóri Vestmannaeyja 
Framkvæmdarstjóri Umhverfis og framkvæmdarsviðs 
Slökkvistjóri Vestmannaeyja 
Framkvæmdastjóri lækninga HSU 
Björgunarfélag Vestmannaeyja skipar tvo aðila.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is