Deilt um skipan í almannavarnanefnd

2.Ágúst'18 | 05:17
IMG_3648

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Erindi frá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum varðandi skipan í almannavarnanefnd var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í fyrradag.

Í framhaldi af því bókaði Trausti Hjaltason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði um málið. Þar segir: „Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tekur undir erindi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum sem jafnframt er formaður almannavarnanefndar. Þar kemur m.a. fram að mikilvægt er að almannavarnarnefnd verði áfram skipuð 7 mönnum. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var lögð fram tillaga fulltrúa meirihlutans um að fjölga nefndarmönnum úr 7 í 11 í almannavarnarnefnd við endurskoðun bæjarmálasamþykkta. 

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerir alvarlegar athugasemd við að stjórnsýsluerindi sem lögreglustjóri sendi á bæjarstjóra og formann bæjarráðs varðandi afstöðu hans um skipan í almannavarnarnefnd, hafi ekki fylgt sem undirliggjandi fundargögn í þessu máli við fyrirhugaða afgreiðslu síðasta bæjarstjórnarfundar, þrátt fyrir að erindið hafi borist bæði bæjarstjóra og formanni bæjarráðs vel fyrir þann fund. 

Athygli vekur að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins spurðust ítrekað eftir því hvort að afstaða formanns almannavarnarnefndar lægi fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi,þar sem fyrirhugað var að gera jafn róttækar breytingar og um ræðir. Engin svör fengust á þeim fundi þrátt fyrir að afstaða formanns almannavarnarnefndar lægi fyrir 9 dögum áður. Slíkt er í senn merki um óvandaða stjórnsýslu og ólýðræðisleg vinnubrögð að hálfu fulltrúa meirihlutans. Nú er ljóst að faglegt álit liggur fyrir og eðlilegt er að nefndarmenn verði 7 áfram. 

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins harmar að það standi til að gera fagnefnd eins mikilvæga og almannavarnarnefnd að pólitískri nefnd.” segir í bókun Trausta Hjaltasonar.

Í kjölfarið bókuðu ráðsmenn meirihlutans um málið. Þar segir: „Meirihluti bæjarráðs Vestmannaeyja hafnar því alfarið að um óvandaða stjórnsýslu sé að ræða. Erindi frá lögreglustjóra var sent til bæjarstjóra og formanns bæjarráðs og þar af leiðandi ætlað til umræðu í bæjarráði. Því lá fyrir að erindið kæmi til umræðu á næsta fundi bæjarráðs. Lítur meirihluti bæjarráðs svo á að rétt stjórnsýsla sé að erindið væri fyrst tekið til umræðu í bæjarráði og síðan í bæjarstjórn. Meirihluti bæjarráðs tekur undir erindi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum og leggur til að nefndin verði skipuð skv. því sem fram kemur í bréfi lögreglustjórans frá 9. júlí sl.” segir í bókun þeirra Njáls Ragnarssonar, fulltrúa E-lista og Jónu Sigríðar Guðmundsdóttur, fulltrúa H-lista.

Bæjarráð samþykkti að ný skipan almannavarnanefndar verði sem hér: 

Lögreglustjóri Vestmannaeyja (skylduseta skv.lögum) 
Bæjarstjóri Vestmannaeyja 
Framkvæmdarstjóri Umhverfis og framkvæmdarsviðs 
Slökkvistjóri Vestmannaeyja 
Framkvæmdastjóri lækninga HSU 
Björgunarfélag Vestmannaeyja skipar tvo aðila.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.