Tjaldborgin í Herjólfsdal:

Nýtt fyrirkomulag gekk mjög vel

1.Ágúst'18 | 07:29
tjoldun_18

Súlurnar settar upp. Ljósmyndir/Gunnar Ingi

Í gær fór fram niðursetning á tjaldsúlum fyrir hvítu tjöldin á þar til gerðum götum í Herjólfsdal. Venjulega hefur þetta verið gert á fimmtudegi fyrir hátíð en nú var um að ræða breytt fyrirkomulag þar sem verðandi tjaldbúar þurftu að skrá sig fyrir lóð.

„Þriðjudagurinn gekk mjög vel og fóru flestir glaðir úr dalnum. Við reyndum að takamarka bílaumferð í Dalinn og hjálpaði það mikið til að liðka fyrir öllu því sem var að gerast á svæðinu. Fólk virti tímasetningar og það sem við heyrðum þá var almenn gleði með fyrirkomulagið. Við munum eftir Þjóhátíð kanna hjá fólki hvort þetta fyrirkomulag er eitthvað sem gestum okkar líkar eða hvort við séum að fara aftur í gamla fyrirkomulagið.” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV í samtali við Eyjar.net.

Fátt fullkomið í fyrsta sinn

Hún segir að ef þetta fyrirkomulag sé komið til að vera þá þurfi alltaf aðeins að endurskoða það því að auðvitað er fátt fullkomið í fyrsta sinn. „Við munum t.d. alltaf færa súlurnar yfir á miðvikudag en þetta var gert svona í ár til að eiga þennan dag upp á að hlaupa ef eitthvað myndi klikka”

Gunnar Ingi Gíslason, ljósmyndari var í dalnum í gær og smellti nokkrum myndum þegar fyrsti vísirinn að tjaldborginni reis.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.