Ferðir til Vest­manna­eyja að selj­ast upp

1.Ágúst'18 | 14:31
thjodh_bryggja

Það má búast við miklum fólksflutningum til Eyja næstu daga. Ljósmynd/TMS

Ferðir með Herjólfi til Vest­manna­eyja fyr­ir versl­un­ar­manna­helg­ina eru að selj­ast upp. Þá eru flug­ferðir til og frá Vest­manna­eyj­um dag­anna fyr­ir og eft­ir helgi að verða upp­bókaðar. Það fer því hver að verða síðast­ur að tryggja sér farmiða til eyja fyr­ir þjóðhátíð.

Sigl­inga­áætl­un Herjólfs er sú sama og fyr­ir þjóðhátíð í fyrra, seg­ir Gunn­laug­ur Grett­is­son, fram­kvæmd­astjóri Sæ­ferða, í sam­tali við mbl.is.

Herjólf­ur mun sigla sjö sinn­um til Vest­manna­eyja á fimmtu­dag og átta sinn­um á föstu­dag. Á laug­ar­dag og sunnu­dag mun Herjólf­ur fara fimm ferðir til og frá Eyj­um. Upp­selt er í Herjólf á föstu­dag en ör­fá­ir miðar eru eft­ir til Eyja á fimmtu­dag.

Nán­ast upp­selt í flest flug

Fyr­ir Þjóðhátíð í fyrra veitti sam­gönguráðuneytið heim­ild fyr­ir því að nota ferj­una Akra­nes til að sigla milli Eyja og Land­eyj­ahafn­ar. Ekki stend­ur til að gera slíkt hið sama í ár.

Ferj­an Akra­nes er far­in úr landi og því eng­in ferja í land­inu sem upp­fyll­ir kröf­ur um haf­færni, seg­ir Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í  Vest­manna­eyj­um í sam­tali við mbl.is.

Enn er þó hægt að tryggja sér miða frá Land­eyj­um til Vest­manna­eyj­um á föstu­dag með Ri­bsafari en fyr­ir­tækið býður upp á báts­ferðir á föstu­deg­in­um. Tólf manns kom­ast í hverri ferð sem tek­ur rúm­lega tíu mín­út­ur.

Flug­fé­lagið Ern­ir flýg­ur beint frá Reykja­vík til Vest­manna­eyja og þá flýg­ur flug­fé­lagið Atlants­flug til Eyja frá Bakka. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá flug­fé­lög­un­um er nán­ast upp­selt í flest flug til Eyja næstu daga.

 

Mbl.is

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%