Fallega þenkjandi stúlkur styrktu Hraunbúðir

1.Ágúst'18 | 13:15
tomb_hraunb

Ljósmynd/hraunbudir.is

Margrét Mjöll Ingadóttir og Hekla Katrín Benónýsdóttir 7 að verða 8 ára gáfu heimilismönnum á Hraunbúðum 7.639 kr sem þær höfðu safnað á tombólu.  

Tekin var sameiginleg ákvörðun með þeim og heimilisfólki að kaupa þjóðhátíðarskraut á sólpallinn sem hægt væri að nota í árlegum þjóðhátíðarpartýum á staðnum. Þær stöllur vildu endilega að krakkar væru líka í þessu partýi og var þeim því að sjálfsögðu boðið að mæta en þær komast því miður ekki.

Katla Margrét Guðgeirsdóttir 9 ára og Védís Eva Bjartmarsdóttir 8 ára gáfu fyrr í sumar Hraunbúðum 6.181 kr eftir að hafa haldið tombólu sem ákveðið var að færi líka til kaupa á þjóðhátíðarskrauti.  Þeim er að sjálfsögðu líka boðið í partýið.

Við á Hraunbúðum þökkum þessum skemmtilegu stúlkum kærlega fyrir að hugsa svona fallega til eldri borgaranna okkar og höfum við nýtt peninginn í að kaupa skraut á pallinn sem sett var upp í dag fyrir okkar árlega þjóðhátíðarpartý, segir í frétt á heimasíðu Hraunbúða.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.