Tilveran á það til að taka óvænta stefnu

27.Júlí'18 | 06:59
ellidi_olfus

Elliði Vignisson. Ljósmynd/aðsend.

Elliði Vignisson, fráfarandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum var kynntur til leiks sem nýr bæjarstjóri Ölfuss í gær. Elliði starfaði sem bæjarstjóri hér í Eyjum í 12 ár. En hvernig líst honum á nýja starfið?

„Tilveran á það til að taka óvænta stefnu. Nú í vor tók tilvera mín - og um leið fjölskyldu minnar - óvænta stefnu og mín beið ákvörðun um hvar næst skyldi bera niður hvað atvinnu og ef til vill búsetu varðar. Eitt af því sem ég skoðaði alverlega var að flytja mig um set og þyggja áhugaverð boð um stjórnunarstöðu í einkageiranum. Sterk viðbrögð með áskorun um að sækja um stöðu bæjar- og sveitarstjóra víða um land voru mér þó það kær að ég ákvað að skoða þann kost vandlega.

Eftir að hafa ígrundað stöðu þeirra sveitarfélaga sem auglýstu eftir stjórnendum og þau verkefni sem þar eru framundan og taldi ég að Ölfus væri ekki eingöngu eindæma áhugavert og sterkt samfélag heldur byggi það yfir framtíðartækifærum sem vart eiga sér hliðstæðu á Íslandi. Þannig má sem dæmi nefna að Ölfus er landmikið sveitarfélag með útflutningshöfn í nágrenni við alþjóðaflugvöll, orkuvinnslu, ferðaþjónustu og nálægð við gjöful fiskimið sem og borgina með þeim kostum sem því fylgir. Til að bæta um betur hafa kjörnir fulltrúar í samtarfið við íbúa valið sér slagorðið „Hamingjan, er hér“ og það þykir mér einmitt eiga að vera útgangspunktur í störfum okkar í almenningsþjónustu, að auka lífsgæði íbúa.

Það eru spennandi verkefni sem bíða í Ölfusi.  Ég er auðmjúkur frammi fyrir því að vera treyst fyrir þátttöku í þeim verkefnum sem framundan eru og mun í samstarfi við kjörna fulltrúa og íbúa þessa góða samfélags gera allt sem í mínu valdi stendur til að standa undir því trausti sem mér er sýnt.“ segir Elliði Vignisson.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.