Skipstjóri á Herjólfi hyggst leita réttar síns

- telur á sér brotið vegna vanefnda

26.Júlí'18 | 05:05
herj_gulli_st

Ný ferja er væntanleg til landsins í byrjun nóvember. Guðlaugur Ólafsson er reynslumesti skipstjórinn á Herjólfi í dag. Mynd/samsett.

Hið nýstofnaða félag Herjólfur ohf. auglýsti á dögunum eftir skipstjóra og yfirvélstjóra. Í fréttatilkynningu frá stjórninni kom fram að búið væri að ráða í stöðurnar.

Reynslumesti skipstjóri Herjólfs er Guðlaugur Ólafsson. Hann var einn umsækjenda um stöðuna, en var ekki ráðinn. Samkvæmt öruggum heimildum Eyjar.net hyggst Guðlaugur leita réttar síns vegna málavaxta í umsóknarferlinu. Guðlaugur hefur starfað sem skipstjóri á Herjólfi sl. 8 ár og hefur hann verið yfirskipstjóri á ferjunni undanfarin ár.

Í starfsmannaviðtali var Guðlaugi tjáð af þáverandi framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. að til stæði að ráða hann í starfið. Síðan þá hefur Gunnar Karl Guðmundsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. látið af störfum fyrir fyrirtækið eftir aðeins rúmar fimm vikur í starfi. Gunnar Karl var ráðinn til fyrirtækisins án auglýsingar því talið var af stjórn, að of langan tíma tæki að auglýsa eftir framkvæmdastjóra fyrir félagið.

Ráðningarnar skip- og vélstjóra fóru upphaflega í gegnum Capacent, en samkvæmt heimildum Eyjar.net kom þáverandi framkvæmdastjóri að viðtölum við umsækjendur. Þá herma sömu heimildir að skipstjórinn telji á sér brotið vegna vanefnda.

Eyjar.net hefur það einnig staðfest frá Eimskip að forsvarsmaður Herjólfs ohf. hafi sett sig í samband við rekstrarstjóra Herjólfs til að fá Guðlaug lausan sem fyrst, svo hann kæmist utan í vinnu fyrir hið nýstofnaða félag.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).