Lagfæra göngustíg á Dalfjalli

25.Júlí'18 | 06:46
stigur_dalfj

Ljósmynd/TMS

Áhugasamir Eyjamenn sem leggja stundum leið sína á Dalfjallið gerðu á dögunum tilraun í göngustígnum á fjallinu. Þeir hlóðu stuðlabergshellum sem hrunið hafa úr fjallinu í göngustíginn efst í fjallinu og sáðu svo í og dreifðu áburði. 

Um er að ræða umhverfisvæna tilraun sem vonandi virkar, enda göngustígar í fjöllunum víða illa farnir, orðnir nokkuð djúpir og ekki hjálpar votviðrið í sumar.

Gerð var samskonar tilraun fyrir nokkru vestan í Dalfjallinu sem gafst vel, en þar er reyndar minni umferð. Vonandi gefst þetta vel. 

Skömmu eftir að grjótið var lagt kom hópur frá 66° Norður og leist svo vel á að ákveðið var að slá í myndatöku fyrir auglýsingu. Auglýsinguna má sjá hér til hliðar.

Fleiri myndirnar af tilrauninni má sjá hér að neðan.

Tags

Dalfjall

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.