Pysju­dauði í Eyj­um

24.Júlí'18 | 10:09
IMG_7484

Hér má sjá lunda með síli sem hann kemur til pysjunnar. Ljósmynd/TMS

Varp lund­ans er betra í Ak­ur­ey en á horfðist en horf­ur í Vest­manna­eyj­um eru ekki góðar. Í fyrra fund­ust um 4.800 pysj­ur í Vest­manna­eyja­bæ en nú virðist komið bak­slag og pysju­dauði mik­ill.

Full­orðnir lund­ar í kring­um Vest­manna­eyj­ar fljúga allt að 110 km í leit að æti fyr­ir unga sína og koma heim með sílal­irf­ur sem eru örfá grömm í stað síla sem vega 10 til 15 grömm. Við sett­um nú í sum­ar GPS-staðsetn­ing­ar­tæki á 11 lunda­for­eldra í Eyj­um og í Gríms­ey þar á und­an. Með því að fljúga svona langt þá fækk­ar öfl­un­ar­ferðum og lundapysj­urn­ar eru sjaldn­ar mataðar. Ferðirn­ar eru nú orðnar miklu færri en þarf til að ala upp pysju,“ seg­ir Erp­ur Snær Han­sen, starf­andi for­stöðumaður Nátt­úru­stofu Suður­lands. 

„Tölu­vert fór að drep­ast af pysju í Vest­manna­eyj­um í síðastliðinni viku. Góðu frétt­irn­ar ann­ars staðar frá eru að sandsíl­in virðast vera að ná sér á strik þar og sér­stak­lega í Faxa­fló­an­um,“ seg­ir Erp­ur.

 

Mbl.is greinir frá.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%