Íslandsmótið í golfi hefst á fimmtudaginn

24.Júlí'18 | 05:02
golfvollur_2018

Golfvöllurinn lítur vel út í Eyjum eftir miklar rigningar undanfarnar vikur. Ljósmynd/TMS

Íslandsmótið í golfi 2018 fer fram í Vestmannaeyjum um næstu helgi, hefst raunar á fimmtudaginn. Starfsmenn GV hafa lagt mikla vinnu í því að undirbúa keppnisvöllinn fyrir þetta stærsta golfmót ársins. 

Sú vinna hefur svo sannarlega skilað árangri, líkt og myndin hér að ofan sýnir.

Fram kemur á vefnum golf.is að völlurinn sé í skínandi góðu ástandi og komi vel undan vetri. Þá segir að þær aðgerðir sem farið var í vetur hafi skilað árangri. Þeir kylfingar sem hafa leikið í Eyjum á undanförnum vikum eru hæstánægðir með völlinn – og er því haldið fram að ástand vallarins sé með því besta sem þekkist í Eyjum á þessum árstíma. Vestmannaeyjavöllur skartar sínu fegursta þessa stundina og er svo sannarlega klár í slaginn fyrir Íslandsmótið 2018.

Meðal kepp­enda verður Har­ald­ur Frank­lín Magnús sem tók um síðastliðna helg­i þátt í Opna breska stór­mót­inu á Carnoustie-vell­in­um í Skotlandi. Har­ald­ur sem leikur fyrir GR komst ekki í gegn­um niður­skurðinn á öðrum degi ri­sa­móts­ins en hann varð fyrstu ís­lenskra karla­kylf­inga til að taka þátt á mót­inu eða stór­móti í golfi al­mennt. Nú kem­ur hann hins veg­ar strax heim og tek­ur þátt á Íslands­mót­inu í Eim­skips­mótaröðinni og verður þar meðal nokk­urra at­vinnukylf­inga.

Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir úr GK, Andri Þór Björns­son úr GR og Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son úr GR verða einnig meðal kepp­enda en rúm­lega 120 kylf­ing­ar höfðu skráð sig til leiks um hádegisbil í gær. Þess má geta að Golfklúbbur Vestmannaeyja fagnar 80 ára afmæli á þessu ári.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.