Uppfærð frétt

Skemmdaverk unnin á slöngubátum í smábátahöfninni

23.Júlí'18 | 17:41
IMG_3953

Frá björgunaraðgerðum í dag. Ljósmyndir/TMS

Síðdegis í dag fékk lögreglan í Vestmannaeyjum útkall vegna sökkvandi slöngubáta í smábátahöfninni í Eyjum. Lögregla kallaði til aðstoðar félaga úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja. 

Svo virðist sem óprúttinn aðili eða aðilar hafi gengið um flotbryggjuna og skorið á bátana. Alls voru sjö bátar sem að átt var við.

Þar á meðal var einn báturinn losaður. Er ljóst að um töluvert tjón er að ræða. Kallað var eftir aðstoð kranabíls til að halda einum bátnum á floti. Ekki er vitað að svo stöddu hver þarna var að verki, en ekki er útilokað að viðkomandi hafi náðst á eftirlitsmyndavélar.

Uppfært kl. 21.26

Ungir drengir náðust á eftirlitsmyndavélar

„Við teljum okkur vita hverjir eiga sök að máli, þetta eru ungir drengir héðan úr Eyjum,“ segir Huginn Egilsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Lögreglan notaðist við upptökur eftirlitsmyndavéla við rannsókn málsins. Barnavernd var tilkynnt um atvikið en málið er enn í rannsókn, að því er segir í frétt ruv.is.

„Það þurfti kranabíl til að halda einum bátnum á floti en það fór ekki sjór inn í hina þótt búið væri að skera á þá gat,“ segir Huginn. Alls var átt við sjö báta en tjónið á þeim er verulegt, segir hann.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.