Tjaldborgin í Herjólfsdal:

Síðasti dagur skráningar á morgun

23.Júlí'18 | 05:02
dalurinn

Súlurnar á að setja upp á þriðjudaginn í næstu viku.

Á morgun, þriðjudag er síðasti dagurinn til að skrá sig fyrir tjaldstæði á skipulögðum götum á Þjóðhátíð. Svo þarf að staðfesta umsókn um lóð á tímabilinu 26. – 28. júlí. Það er gert á heimasíðu hátíðarinnar - dalurinn.is.

Þetta þarf að gera á eftirfarandi dagsetningum:

24. júlí 2018 kl. 10:00
Síðasti dagur skráningar á www.dalurinn.is.

26. – 28. júlí 2018
Staðfesta umsókn um lóð. Það er gríðarlega mikilvægt að staðfesta umsóknir á www.dalurinn.is undir mínar pantanir.

30. júlí 2018
Mánudaginn 30. júlí 2018 kl. 10:00 verða birtar nákvæmar staðsetningar á lóðum til allra þeirra sem sóttu um á réttan hátt í gegnum dalurinn.is. Þessar upplýsingar munu vera aðgengilegar undir mínar síður á www.dalurinn.is.

31. júlí 2018
Mætum með súlurnar í dalinn á eftirfarandi tímum:

  • Reimslóð, Þórsgata og Týsgata – kl. 17:00
  • Ástarbraut og Veltusund – kl. 18:00
  • Skvísusund og Lundaholur – kl. 19:00
  • Sigurbraut, Sjómannasund og Golfgata - kl. 20:00
  • Efri byggð og Klettar – kl. 21:00
  • Þeir sem tóku ekki frá lóð – kl. 21:30

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.