Fréttatilkynning:

"Melodic Objects"

Djögl + tónlist í Höllinni kl. 16.00 á morgun, þriðjudag

23.Júlí'18 | 11:16

6 djöglarar og einn tónlistarmaður vinna saman að tónlistarveislu fyrir augu og eyru. Sýning fer fram undir stjórn Jay Gilligan, sem er prófessor í djögli við Dance and Circus University í Stokkhólmi. 

Sýningin er gerð til heiðurs hinum heimsfræga Djögl hópi, The Flying Karamozov Brothers, sem sögðu að  „Jögl er röð atvika, kasta og gripa sem framkvæmd eru á tíma. Á sama hátt er tónlist röð atvika, nótna sem ritaðar eru á samfelldum tíma. Þetta samband milli tíma og atvika í tónlist kallast taktur. Einnig er hægt að nota takt um eins samband í djögli.  Eins og við höfum nú séð, er djögl taktur og á sama hátt er tónlist taktur. Lögmálin segja okkur að ef A er jafnt og B, og B er jafnt og C, þá er A jafnt og C... þannig er djögl tónlist.!"

Frítt inn!

Aðgangur er ókeypis, en þeir sem vilja styðja hópinn geta greitt frjáls framlög til hópsins í Höllinni.

Listamennirnir sem koma fram eru allir á heimsmælikvarða, enda allt heimsmeistarar í faginu, en þeir eru:

Saara Ahola (FIN)

Peter Åberg (SWE)

Jay Gilligan (USA)

Mirja Jauhiainen (FIN)

Andrea Murillo (USA)

Kyle Driggs (USA)

Emil Dahl (SWE)

Hlökkum til að sjá sem flesta Eyjamenn í Höllinni, þetta er viðburður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara í Höllinni kl. 16.00 á morgun, þriðjudag.

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).