Hafa keypt þjóðhátíðarmiða út á stolin greiðslukort

- þessir miðar hafa nú verið ógildir

23.Júlí'18 | 08:53
IMG_9421

Frá Þjóðhátíð. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Komið hefur í ljós að óprúttnir aðilar hafa verið að kaupa þjóðhátíðarmiða út á stolin greiðslukort hjá okkur á dalurinn.is sem þeir hafa svo áframselt, segir í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd, sem birtist á heimasíðu hátíðarinnar.

Þessir miðar hafa nú verið ógildir. Ávallt skal hafa varann á kaupir þú miða af öðrum en dalurinn.is.

Eftirfarandi eru númer þeirra pantana sem við vitum að hafa verið keypt með stolnum kortum: 51342, 51343, 51344, 51447, 51448, 51449, 52057, 52063, 52064, 52065, 52066, 52067, 52068, 52069, 52070, 52078, 52081, 52082, 52083, 52064, 52085, 52086

Hafir þú eitthvert þessara númera á þínum miða að þá hefur hann verið ógildur og veitir því ekki aðgang að Þjóðhátíð í Eyjum.

Við hörmum það ef einhverjir hafa keypt miða af óprúttnum aðilum og viljum benda fólki á að senda okkur fyrirspurnir á info@dalurinn.is ef einhverjar spurningar vakna, segir enn fremur í tilkynningunni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.